Quantcast
Channel: akureyrivikublad.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718

Birkifeti hopar – gott berjaár

$
0
0
glæsileg aðalbláber tínd í fyrra

Glæsileg aðalbláber tínd í fyrra

Horfur eru á góðri berjasprettu víða á Norðurlandi þetta árið. Berjafróðir viðmælendur blaðsins eru sammála um þetta. Hulda Magnea Jónsdóttir, kennari við Hrafnagilsskóla, telur að næturfrost sé það eina sem gæti sett góða uppskeru í hættu. „Ég held að útlitið sé mjög gott í ár,“ segir Hulda sem er annáluð fyrir berjatínslu.

Hún telur þetta eiga jafnt við um krækiber, aðalbláber og bláber. „Hér uppi í fjalli er krækilyngið svart en berin enn smá, og mikið af bláberjavísum. Ég hef ekki litið á hrútaberjamóinn frammi í firði en hef trú á að það líti vel út. Út með firði lítur vel út með aðalbláber og krækiber, birkifetinn virðist á undanhaldi, hvað veldur er ég ekki viss um en ef til vill mikil snjóalög.“

Hulda segir að enn vanti fleiri sólskinsstundir en reiknar með að í seinni hluta mánaðarins verði hægt að hefja tínslu. Það eina sem gæti ógnað góðri uppskeru sé næturfrost. Hún sé hræddari við frost frammi í Eyjafirði en síður úti með hjá Dalvík og í Þorvaldsdal.

Einu vill Hulda koma á framfæri: „Ég hef smá áhyggjur af tínslu með berjatínum, ég varð vitni að því þegar kona var með tínu rétt utan Dalvíkur s.l. haust og reitti og sleit og var ljótt að sjá lyngið á eftir. Hún hefur án efa verið að tína til að selja ber. Svona meðferð á lynginu er ekki til fyrirmyndar. Tína minna og ganga vel um náttúruna.“

Hulda er ástríðumanneskJa hvað berin varðar. Hér heldur hún á jarðarberjum

Hulda er ástríðumanneskJa hvað berin varðar. Hér heldur hún á jarðarberjum

-BÞ


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718