Opnað hefur verið fyrir umferð um þjóðveg nr. 85 sem liggur um Köldukinn til Húsavíkur. Vegurinn hefur verið lokaður við Ystafell vegna aurskriðu síðan 4. júní. Frá þessu segir á vefnum 641.is
Vegagerðin vinnur enn að viðgerðum á veginum og er umferðarhraði takmarkaður við 30 km.
Ökumenn verða að sýna fyllstu tillitsemi, draga úr hraða og fara eftir umferðarmerkingum og því getur verið fljótlegra að fara veginn um Fljótsheiði ef leiðin liggur milli Húsavíkur og Akureyrar.