
AK Extreme. Mynd Daníel Starrason. http://www.danielstarrason.com
AK Extreme snjóbrettamótið er löngu orðinn landsþekktur viðburður og dregur að sér fjölda gesta ár hvert til Akureyrar. Í ár er öllu tjaldað til og verður tónlistarhátíð skellt saman við í sjallanum.
Margar landsþekktar sveitir munu koma fram meðan á mótinu stendur og halda uppi stuðinu á kvöldin. Bönd eins og Brain Police, Sólstafir, Vök, Úlfur Úlfur, Highlands, Kött Grá Pje, Últra Mega Techno Bandið Stefán og fleiri og fleiri munu koma fram.
Á fimmtudaginum 3 apríl verður haldið downhill mót í Hlíðarfjalli sem mótshaldarar kalla „King of Hlíðarfjall“. Þá um kvöldið ætla mótshaldarar að halda Grillveislu um kvöldið. Á föstudeginum verður svokölluð „Burn Jib“ keppni í göngugötunni níu um kvöldið. Fyrr um daginn eða kl 17:00 verður Brettabíó í Borgarbíói.
Á laugardagskveldinu verður „Big Jump“ keppni í Gilinu, einskonar flaggskip hátíðarinnar og hefur ávallt verið mjög vel sótt af áhorfendum.