Quantcast
Channel: akureyrivikublad.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718

Listin að læra að elska sjálfan sig

$
0
0
Silja Björk

Silja Björk

Mörgum reynist sú list, að elska sjálfan sig, ákaflega flókin en mikilvægasta lexía sem nokkur maður getur lært er að engan getur þú elskað – fyrr en þú elskar sjálfan þig.

Lífið er spil og svona var þér gefið, lesandi góður. Hafðu það í huga að aldrei áður hefur verið gefið á þennan hátt og samsetning spila þinna er algjört einsdæmi. Þú situr ekki einn við spilaborðið en vert er að hafa það í huga að þegar upp er staðið verður enginn þér nánari en þú sjálfur. Þú hefur verið til staðar fyrir þig frá upphafi og verður það allt til síðasta dags. Segðu mér þá, lesandi góður, hvernig ætlar þú að eyða heilli ævi í selskap manneskju sem þú elskar ekki?

Nú legg ég til að við förum að stunda það sem ég kýs að kalla „sjálfsást“. Hún hefst á því að standa fyrir framan spegilinn og taka manneskjuna sem þar birtist í algjöra sátt. Hentugt er að klípa, pota, snerta og reyna á skilningarvitin og einblína á allt það sem er gott, fallegt og einlægt við þig, kæri lesandi. Þetta er líkami þinn og hann er einstakur. Hripaðu niður á blað alla þína kosti og þína helstu galla. Upphefðu kostina í hæstu hæðir en vertu jafnframt meðvitaður um galla þína. Upplagt er að segja upphátt „ég elska mig“ eins oft og hægt er, hátt og snjallt!

Stundaðu sjálfsástina reglulega , hún er nauðsynleg – spilin eru komin á borðið og ekkert vit í því að hætta!


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718