Quantcast
Channel: akureyrivikublad.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718

KSÍ krefur liðin um upplýsingar

$
0
0

Knattspyrnusamband Íslands_OL_1208Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að Knattspyrnusamband Íslands muni láta fara fram skoðun á því hvort leikmenn Þórs hafi veðjað fé á eigin viðureign um miðjan mánuðinn þar sem Þór sigraði Dalvík-Reyni 7-0.

Þórir segir að félögunum tveimur verði sendar fyrirspurnir og þau beðin að skýra sitt mál. Þórir segist ekki í aðstöðu til að leggja mat á þetta mál að sinni. Burtséð frá þeim vísbendingum sem Akureyri vikublað sagði frá að hefðu komið fram um þennan tiltekna leik, væri öll íþróttahreyfingin að berjast við ægivald veðmálanna á heimsvísu. Þróunin væri „út í bláinn“ og bókstaflega hægt að veðja á allt sem færi fram innan leikvallar. Við þessu yrði að bregðast.

Vísir.is hefur eftir yfirmanni rannsóknardeildar á Akureyri að ef reyndin sé að leikmenn hafi veðjað á eigin stórsigur í viðreign virðist lögreglu það fyrst og fremst siðlegt álitamál. Í yfirlýsingu sem fyrirliði Þórs sendi fjölmiðlum í dag segir að allir leikmenn Þórs í leiknum gegn Dalvík-Reyni hafni að hafa veðjað á eigin viðureign.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718