Quantcast
Channel: akureyrivikublad.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718

Bílaleigubíll á sumardekkjum valt með þrjá innanborðs

$
0
0

LögreglanStórhætta skapaðist á Moldhaugnahálsinum, rétt norðan Akureyrar, um miðnættið í gærkveldi. Þar hafði myndast flughálka.  Bílaleigubíll á sumardekkjum valt á hálsinum með þrjá útlendinga innanborðs. Þegar Lögregla og sjúkrabíll voru komin á vettvang kom flutningabíll aðvífandi á leið til Akureyrar, fulllestaður, og þurfti að stöðva í brekkunni rétt áður en hann náði á hálsinn. Við það komst hann hvorki lönd né strönd.

Forvitinn íbúi á Akureyri fylgdi sjúkrabíl og lögreglu á slysstaðinn og lenti hann einnig í erfiðleikum með að snúa við og koma sér til baka. Við það skapaðist nokkurt öngþveiti  og voru lögreglumenn á staðnum í á þriðju klukkustund að greiða úr flækjunni.

Lögreglan á Akureyri segir að þarna hafi verið glærahálka og færðin erfið viðureignar. „Dekkjabúnaður bílaleigubílsins var ekki í samræmi við aðstæður og íslenska veðráttu. Svona dekkjabúnaður er ekki bjóðandi ökumönnum, og hvað þá útlendingum sem eru kannski ekki vanir slíkum aðstæðum“

Lögreglan á Akureyri mat ástandi á þá vegu á slysstað að það þyrfti aðstoð Vegagerðarinnar við að sanda hálsinn. Vegagerðin neitaði að verða við ósk Lögreglunnar um að tryggja öryggi á veginum með þeim rökum að vegna niðurskurðar færu þeir ekki í útköll svona seint. Yrði því að bíða eftir því að starfsmenn Vegagerðarinnar færu út milli 5 og 6 í fyrramálið.

Ekki náðist í upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar við vinnslu fréttarinnar.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718