Quantcast
Channel: akureyrivikublad.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718

Hríseyjarskóli vinnur til verðlauna

$
0
0
Hríseyjarskóli

Hrísey

Hríseyjarskóli hefur í vetur tekið þátt í verkefni Landsbyggðarvina, en Landsbyggðarvinir er félag sem býður nokkrum skólum ár hvert upp á verkefni þar sem unnin er hugmyndavinna til að styrkja heimabyggð þeirra skóla sem valdir eru hvert sinn.

Yfirskrift verkefnisins er: Sköpunargleði – Heimabyggðin mín, Nýsköpun, Heilbrigði og Forvarnir. Nemendur í eldri deild (8., 9. og 10. bekk) tóku þátt í verkefninu og var það unnið í samfélagsgreinum. Vinnan á haustönninni var einstaklingsvinna þar sem nemendur skrifuðu ritgerðir. Vinnan fólst í því að ræða um kosti byggðarlagsins en koma jafnframt með tillögur til úrbóta á þvi sem betur mætti fara. Fjórar ritgerðir voru sendar inn í ritgerðarsamkeppni. Þeir fjórir nemendur sem skólinn sendi inn riterðir frá lentu saman í verðlaunasæti. Þeir eru: Einar Örn Gíslason, Jara Sól Ingimarsdóttir, Mónika Sól Jóhannsdóttir og Rúnar Freyr Júlíusson.
Verðlaunaafhending fór fram í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 18. janúar. Voru nemendur, foreldrar, skólastjóri og umsjónarkennari verkefnisins viðstaddir afhendinguna. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra var einnig viðstaddur og afhenti
verðlaunin. Verðlaun voru veitt fyrir 1. – 4. sæti. Þeir skólar sem hlutu verðlaun voru:
1. sæti: Grunnskólinn í Hofgarði í Öræfasveit.
2. sæti: Hríseyjarskóli.
3. sæti: Víðstaðaskóli í Hafnarfirði.
4. sæti: Grunnskólinn á Hólmavík.
Verkefni sem þetta er kjörinn vettvangur fyrir nemendur til að koma skoðunum sínum og hugmyndum á framfæri og hefur það mikla þýðingu fyrir skólann, bæði fyrir nemendur að leggja sitt lóð á vogarskálarnar í hugmyndavinnu fyrir samfélagið sem og að vekja athygli á sérstöðu skólans og okkar fámenna samfélags. Á vorönn verður haldið áfram með verkefnið þar sem nemendur útfæra betur eina hugmynd sem upp kom og verður það unnið í hópum.

Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718