Quantcast
Channel: akureyrivikublad.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718

Mikil jarðskjálftahætta á Húsavík

$
0
0
Bakki við Húsavík. Þar sem áætlað er að reisa kísilmálmverksmiðju.

Bakki við Húsavík. Þar sem áætlað er að reisa kísilmálmverksmiðju.

Í kjölfar aukinnar jarðskjálftavirkni á Norðurlandi var ráðstefna um málefnið haldin á Húsavík í byrjun júní sl. og í samantekt frá ráðstefnunni kemur fram að full ástæða sé til að endurmeta skjálftahættu á Húsavík því bærinn sé staðsettur á sprungubelti. „Spenna safnast því fyrir á svæðinu sem mun losna í skjálfta fyrr eða síðar,“ segir í samantektinni sem send er út fyrir hönd þeirra fræðimanna sem að ráðstefnunni komu.

Mikilvægt þykir að endurmeta jarðskjálftahættu á byggingarlóð stóriðjuvers norður af Húsavík en hún sé áætluð á norðurbarmi misgengisins. „Bent var á að núverandi byggingarlóð fyrirhugaðrar kísilmálmverksmiðju er mun nær misgenginu en álverslóð sú sem vámatið var gert fyrir í upphafi,“ segir í samantektinni og bent er á fjölgeislamælingar sýni að þessi grein sprungusvæðisins hafi verið mjög virk síðustu árþúsundin. Einnig var bend á að rekstur viðkvæms búnaðar við þessar aðstæður hafi umtalsverðan aukakostnað og rekstrartruflanir í för með sér sem óvíst sé að rekstraraðili taki á sig.

Í samantektinni er lögð áhersla á að rannsaka verði svæðið mun betur auk þess að setja fjármagn í að vinna úr þeim gögnum sem nú þegar séu tiltæk.

-SBS


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718