
Frá Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fram fór á Akureyri fyrr í sumar. Mynd: Bendedikt H. Sigurgeirsson
Það er nóg um að vera á Íþróttasvæði Þórsara um helgina þegar að Akureyrarmót UFA í frjálsum íþróttum fer fram. Keppt er í öllum aldursflokkum, bæði karla og kvenna. Keppni hefst 11:30 í dag með þrautabraut 9 ára og yngri en lýkur á morgun, sunnudag, með 800m hlaup kvenna klukkan 16.00.
Þrátt fyrir að mótið heiti Akureyrarmót er það hluti af mótaröð frjálsíþróttasambands Íslands og er því opið öllum til þátttöku. Forráðamenn UFA reikna með að mikið af sterkasta frjálsíþróttafólki landsins taki þátt í mótinu.
Þá má til gamans geta að UFA er 25 ára í ár og mun fagna afmæli sínu á laugardagskvöldið á Þórsvellinum.