Quantcast
Channel: akureyrivikublad.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718

Barnafjör í Rósenborg

$
0
0
Krakkarnir á Kiðagili skemmtu sér vel á sýningunni í morgun

Krakkarnir á Kiðagili skemmtu sér vel á sýningunni í morgun

Dreki, Batman, ballerína, Einar einhyrningur, indjánastelpa, fuglar og Skellibjalla koma í heimsókn til Óskars á fjórðu hæð í Rósenborg á hverjum degi kl. 14 það sem eftir er vikunnar.

Um er að ræða frumsamda barnaleiksýningu á vegum Skapandi sumarstarfa hjá Akureyrarbæ sem sýnd er miðvikudag, fimmtudag og föstudag í þessari viku kl. 14 alla dagana. Sýningin er opin öllum og aðgangur er ókeypis. Einnig verður sýnt kl. 10 alla morgna fyrir hópa frá leikskólum bæjarins. Í morgun voru það krakkar á Kiðagili sem skemmtu sér vel yfir ævintýrum Óskars og félaga.

Þetta er önnur barnasýningin sem unnin er í sumar en sú fyrri var sýnd í Lystigarðinum við góðar viðtökur fyrr í sumar. „Þessi sýning er allt öðruvísi, nú sýnum við inni á sviði og notum mun meiri tækni á borð við hljóð, ljós og leikmynd,“ segir Svava Björk Ólafsdóttir leikstjóri sýningarinnar. „Þau sömdu verkið frá grunni og ganga út frá því að nota styrkleika hvers og eins. Það var byrjað á því fyrsta daginn að fara yfir það í hverju hver og einn er góður í og svo byggðu þau verkið í kringum það“.

Leikhópurinn kallar sig Flugfélagið og samanstendur af fjórum ungmennum þeim Fríðu Kristínu Hreiðarsdóttur, Jóni Stefáni Kristinssyni, Teklu Sól Ingibjartsdóttur og Halldóri Sanchez. Svava Björk leikstýrði og aðstoðaði við að semja verkið en Sara Hjördís Blöndal sér um leikmynd og búninga.

Einn af þátttakendunum í skapandi sumarstörfum er Halldór Sanchez. Hann er fæddur og uppalinn á Spáni og á spænskan föður og íslenska móður. Halldór er 19 ára og stundar nú kennaranám við Háskólann á Akureyri. „Ég hef aldrei leikið áður en ég tók þátt í þessu verkefni,“ segir Halldór og segist hafa verið meira í íþróttum og meðal annars lagt stund á rugby og skylmingar. „Þetta er rosalega fín reynsla, ég hef t.d. aldrei verið góður í að tala fyrir framan fólk en þetta hefur hjálpað mér mikið með það.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718