Quantcast
Channel: akureyrivikublad.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718

Kertafleyting í minningu helsprengju

$
0
0
Frá kertafleytingunni 2012. Mynd: Daníel Starrason

Frá kertafleytingunni 2012. Mynd: Daníel Starrason

Árleg kertafleyting til að minnast sprenginganna í Hirosima og Nagasaki 1945 verður við Minjasafnstjörnina á Akureyri á morgun, miðvikudaginn 6. ágúst kl. 22. Ávarp flytur Ragnheiður Skúladóttir leikhússtjóri. Gleymum aldrei fórnarlömbum sprengjanna fyrir 69 árum. Því miður er líka rík ástæða til að mótmæla sprengingum á líðandi stund. Hernaðaryfirgangur stórvelda heldur áfram. Herveldið sem stóð á bak við helsprengjurnar 1945 stendur líka á bak við sprengjurnar á Gaza þessa dagana. Þetta segir í tilkynningu frá skipuleggjendum.

Flotkerti fást á staðnum. Samstarfshópur um frið stendur að fleytingunni og hvetur fólk til að fjölmenna.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718