Quantcast
Channel: akureyrivikublad.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718

Bílar og græjur

$
0
0

Á Bíladögum í gærkvöldi var gerð tilraun til þess að slá heimsmet í Burn-out. Það vantaði aðeins nokkra bíla upp á að við settum heimsmet,“ segir Jón Rúnar Rafnsson, varaformaður Bílaklúbbs Akureyrar.

„Það var samt sem áður góð mæting í gær,“ segir Brynjar Gauti Schiöth, gjaldkeri klúbbsins. „Til að mynda voru 100 manns sem fylgdust með ökumönnum leysa þrautir í Ökuleikninni og enn fleiri sem mættu á sjálft Burn-out,“ bætir hann við.

Það hitnaði aðeins í kolunum á Burn-out í gær. Mynd: Karl Jónas Thorarensen.

Það hitnaði aðeins í kolunum á Burn-out í gær. Mynd: Karl Jónas Thorarensen.

Bíladagar halda áfram nú um helgina. Í dag verður m.a. efnt til græjukeppni. „Græjukeppnin snýst aðallega um mælingar hljóðþrýstingi í vélum. Við mælum semsagt hávaðann í bílunum í desibelum,“ segir Brynjar. Stigagjöfin fer þannig fram að 100 dB gefa 100 stig og svo koll af kolli.  Keppnin fer fram á túninu austan við Shell Hörgárbraut og byrjar kl. 15. FM 95.7 mun taka púlsinn á keppendum í beinni útsendingu.

„Við gefum  líka plús fyrir góðan frágang á græjum, t.d. ef menn eru búnir að fela kapla og annað vel“, segir  Brynjar. Frágangur, uppsetning og útlit getur talið frá 0-5 stigum og er matið í höndum þriggja manna dómnefndar. Gefin verða verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin og fer verðlaunaafhending fram að lokinni keppni á staðnum.

„Klukkan 17 verður live2cruize hittingur í Kjarnaskógi og kl. 20 fer fram Drift keppni.“ Bílarnir gera það sem kallað er að „slæda“ á brautinni. Gefin eru stig fyrir það hversu mikið þeir eru á hlið, fyrir hraða og hversu nálægt þeir komast keilum,“segir Brynjar. Verðlaunaafhending fer fram á brautinni að keppni lokinni.

Ýmsir bílar, stórir og smáir, sáust á götum bæjarins í gær. Eftirfarandi myndir tók Karl Jónas Thorarensen:

Bíladagar 2014. Mynd: Karl Jónas Thorarensen.

Bíladagar 2014. Mynd: Karl Jónas Thorarensen.

skemmtilegt

Bíladagar 2014. Mynd: Karl Jónas Thorarensen.

slökk

Bíladagar 2014. Mynd: Karl Jónas Thorarensen.

blue

Bíladagar 2014. Mynd: Karl Jónas Thorarensen.

swag

Bíladagar 2014. Mynd: Karl Jónas Thorarensen.

- EMI


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718