Akureyri vikublað hefur með formlegu bréfi fengið lista frá Akureyrarstofu með nöfnum umsækjenda um starf forstöðumanns Sjónlistamiðstöðvar Akureyrarbæjar. Níu sóttu um stöðuna. Capacent hefur milligöngu um ráðningarferlið í samstarfi við Akureyrarstofu. Alls sóttu fjórir karlar um og fimm konur. Allir hafa háskólamenntun og tveir doktorar eru í hópi umsækjenda. Þrír Akureyringar eru samkvæmt upplýsingum blaðsins í umsækjendahópnum en hinir eru búsettir utan svæðisins.
Nöfn umsækjenda eru hér birt í stafrófsröð en fram kemur einnig aldur og menntun umsækjenda og síðasti vinnuveitandi.
Ásdís Ásgeirsdóttir 46 Blaða og fréttamennska Háskólapróf Mastersgráða Morgunblaðið
Björg Erlingsdóttir 43 Opinber Stjórnsýsla Háskólapróf Bachelor Obelix ehf.
Gísli Sveinn Loftsson 60 Ferðamálafræði Háskólapróf Mastersgráða Iðnaðarráðuneyti
Halldora Arnardóttir 46 Byggingalistasögu Háskólapróf Doktorsgráða Hospital Virgen de la Arrixaca
Hlynur Hallsson 45 Myndlistarnám Háskólapróf Mastersgráða Hlynur Hallsson
Kristinn Jóhann Níelsson 53 Hagnýt fjölmiðlun Háskólapróf Mastersgráða Mýrdalshreppur
Kristín Amalía Atladóttir 52 Menningarhagfræði Háskólapróf Doktorsgráða Háskóli Íslands
Kristján Þór Kristjánsson 32 Kvikmyndafræði Háskólamenntun önnur Álfaland 6
Lisbet Sigurdardottir 24 Fjölmiðlafræði Háskólapróf Bachelor Gallerí Akureyri.
Hlynur Hallsson myndlistarmaður sótti um síðast þegar ný staða forstöðumanns Sjónlistamiðstöðvar var auglýst, haustið 2011. Þá stóð baráttan í lokin milli hans og Hannesar Sigurðssonar. Hannes hafði betur. Þórgnýr Dýrfjörð, framkvæmdastjóri Akureyrarstofu, segir stefnt að því að ráðningarferlið takið tvær vikur, viðtöl við umsækjendur séu hafin.
Í auglýsingu um starfið var m.a. tekið fram að reynsla af lista- og menningarstarfi væri mikilvæg.