Quantcast
Channel: akureyrivikublad.is
Viewing all 1718 articles
Browse latest View live

Öruggur sigur heimastúlkna gegn HK/Víking

$
0
0

Íslandsmeistarar Þór/KA í knattspyrnu tóku á móti liði HK/Víkings í gær á Þórsvelli og uppskáru þrjú stig. Leiknum lauk með 3-1 sigri Þór/KA og fóru stelpurnar upp í 16 stig við þennan sigur.

Það var Kayla Grimsey sem skoraði fyrsta mark leiksins eftir 26 mínútna leik og aðeins átta mínútum síðar tvöfaldaði landsliðskonan Sandra María Jessen forystu heimastúlkna og var staðan 2-0 í hálfleik.

Gestirnir í HK/Víkingi fengu dæmt víti í upphafi síðari hálfleiks þar sem Rachel Marie Woods minnkaði muninn í 2-1.Lengra komust gestirnir ekki en Sandra María skoraði sitt annað mark og þriðja mark Þór/KA á 58. mínútu. Ekki voru fleiri mörk skoruð og góður 3-1 sigur Þór/KA í höfn. Ljóst er að stelpurnar verja ekki Íslandsmeistaratitil sinn þar sem þær eru í 6. sæti en þær geta þó huggað sig við það að þær leika til úrslita í Borgunarbikarnum síðar í þessum mánuði.

Þór/KA - HK/Víkingur. Pepsídeildin ágúst 2013. Mynd Sævar Sigurjónsson Þór/KA - HK/Víkingur. Pepsídeildin ágúst 2013. Mynd Sævar Sigurjónsson Þór/KA - HK/Víkingur. Pepsídeildin ágúst 2013. Mynd Sævar Sigurjónsson Þór/KA - HK/Víkingur. Pepsídeildin ágúst 2013. Mynd Sævar Sigurjónsson Þór/KA - HK/Víkingur. Pepsídeildin ágúst 2013. Mynd Sævar Sigurjónsson Þór/KA - HK/Víkingur. Pepsídeildin ágúst 2013. Mynd Sævar Sigurjónsson Þór/KA - HK/Víkingur. Pepsídeildin ágúst 2013. Mynd Sævar Sigurjónsson Þór/KA - HK/Víkingur. Pepsídeildin ágúst 2013. Mynd Sævar Sigurjónsson Þór/KA - HK/Víkingur. Pepsídeildin ágúst 2013. Mynd Sævar Sigurjónsson Þór/KA - HK/Víkingur. Pepsídeildin ágúst 2013. Mynd Sævar Sigurjónsson

Að sveitamannasið – Töðugjöld í Gamla bænum Laufási

$
0
0

Laufashey2013Þegar síðasta tuggan var komin í bagga á klakk á þarfasta þjóninum sem reiddi hana heim í hlöðu, voru og eru víðast hvar í sveitum haldin „Töðugjöld“. Þá fagnaði fólkið og gladdist yfir því að hafa náð góðum heyjum fyrir veturinn. Í Gamla bænum  Laufási við Eyjafjörð eru reglulega haldnir starfsdagar þar sem sýnd eru á lifandi hátt hin ýmsu handtök sem tengjast búskaparháttum fyrri tíma s.s. við sumarstörf, heyskap, handverk og matargerð.

Sunnudaginn 18. ágúst verða „Töðugjöld“ í Laufási og hefst dagskráin í Laufáskirkju kl. 13.30 þar sem hlýða má á ýmsan fróðleik um hversu mikilvægur heyskapurinn var fyrir menn og skepnur. Söngglaðir sveitungar taka lagið undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur ásamt húskarlinum og einsöngvaranum Þorkeli Pálssyni frá Höfða í Grenivíkurhreppi. Í Gamla bænum verður handverksfólk að störfum og ljósmyndasýning um „þarfasta þjóninn“, sem var eins og viðurnefnið bendir  til ómissandi starfskraftur við bústörfin.

Það verður þó ekki aðeins hægt að skoða hestana af myndum heldur verða hestar á hlaðinu og börnum boðið á bak. Farið verður í allskonar skemmtilega gamaldags leiki með börnum á öllum aldri úti á hlaði. Þegar síðasta tuggan hefur verið tekin saman af túninu, verður ýmislegt góðgæti að smakka úr trogunum og borðin svigna undan meðlæti og uppáhellingu í Kaffi Laufási.

Fréttatilkynning frá Minjasafninu á Akureyri

Milljarðar í súginn vegna IPA

$
0
0
Mikil vinna við umsóknir er nú til einskis

Mikil vinna við umsóknir er nú til einskis

Mikill hiti er í frumkvöðlum og fræðafólki vegna þeirrar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að höggva á tengsl við ESB. Ekki síst hafa forstöðumenn stofnana sagt að styrkmissirinn komi landsbyggðinni illa. Í yfirlýsingu sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands birtir á heimasíðu sinni er lýst miklum vonbrigðum. „Ákvörðunin stöðvar framkvæmd verkefnanna og þeirrar mikilvægu sóknar í þágu aukinnar samkeppnishæfni og öflugara atvinnulífs sem þau fela í sér,“ segir í yfirlýsingu Nýsköpunarmiðstöðvar.

Berglind Hallgrímsdóttir, sem ættuð er frá Akureyri, vann styrkumsókn þar sem áherslan var á aukið verknám í skólum hér á landi. Umsóknin hefði laðað að 160 milljónir fyrir skólakerfið hér á landi en verkefnið er í algjöru uppnámi eins og mörg fleiri. Hún segist ekki vilja tjá sig um ákvörðun stjórnvalda en þungt hljóð er í fólki.

Nýsköpunarmiðstöð Íslands hlaut samþykki fyrir tveimur verkefnum sem sótt var um til Evrópusambandsins undir formerkjum Instruments for Pre-Accession eða IPA. Bæði eru verkefnin unnin í þágu nýsköpunar og framþróunar íslensks atvinnulífs. Verkefnin eru metnaðarfullt framlag Nýsköpunarmiðstöðvar til að styrkja alþjóðlega samkeppnisstöðu Íslands með nýsköpunarstarfi í öllum landshlutum. Alls er talið að Ísland verði af 3-4 milljörðum vegna ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að slíta öll bönd við ESB.

-BÞ

KA vinsælla en Þór

$
0
0

Thorka_2011Capacent Gallup gerði nýverið skoðanakönnun þar sem Íslendingar voru spurðir um uppáhalds íþróttafélag sitt. Þrír af hverjum tíu segjast ekki eiga sér neitt uppáhalds íþróttafélag en athygli vekur að mun fleiri svarendur nefna KA en Þór svo sérstaklega sé horft til Akureyrar.

Af þeim sem eiga sér uppáhaldsíþróttafélag nefna flestir KR eða nær 9%. Næstflestir nefna Val eða rúmlega 7% og þar á eftir kemur FH en það nefna ríflega 6%. Síðan koma Haukar þá Fram, ÍA og Breiðablik en áttunda „vinsælasta“ félagið á Íslandi er KA. 3.5% svarenda nefna þá gulu. Fara þarf niður um fimm sæti til að finna Þór á Akureyri sem skipar 13. Sætið. Í könnun Gallup sögðu 2,4% að það væri uppáhalds íþróttafélagið.

-BÞ

Hjartað í Vatnsmýrinni berst fyrir óbreyttum flugsamgöngum

$
0
0
Frá blaðamannafundinum. Njáll Trausti Friðbertsson, Friðrik Pálsson og Hallgrímur F. Sigurðsson

Frá blaðamannafundinum. Njáll Trausti Friðbertsson, Friðrik Pálsson og Hallgrímur F. Sigurðsson

„Í hnotskurn má segja að nokkur hópur íbúa Reykjavíkur telji það réttlætanlegt að hætta flugstarfsemi í Vatnsmýri til þess að koma þar upp íbúabyggð. Það er mat stjórnar félagsins Hjartað í Vatnsmýri eins og stórs hluta landsmanna að það sjónarmið sé illa ígrundað og ákvörðun í þá veru gengi beinlínis gegn hagsmunum landsmanna flestra, þar á meðal og ekki síst Reykvíkinga sjálfra,“ segir í fréttatilkynningu sem félagið Hjartað í Vatnsmýri sendi frá sér rétt í þessu.

Félagið var stofnað þann 8. júlí sl. í þeim tilgangi að berjast fyrir því að tryggja óskerta flugstarfsemi í Vatnsmýri. Í stjórn félagsins sitja 14 einstaklingar af öllu landinu en formenn þess eru Friðrik Pálsson, hótelhaldari, og Njáll Trausti Friðbertsson, flugumferðarstjóri.

Félagið stóð fyrir blaðamannafundi fyrr í morgun til kynningar á málefninu en ætlunin er að safna undirskriftum til stuðnings við flugvöll í Vatnsmýrinni sem afhentar verða borgarstjórn Reykjavíkur áður en frestur til að gera athugasemdir við tillögu að nýju aðalskipulagi Reykjavíkur rennur út þann 20. september nk., en skipulagstillagan gerir ráð fyrir að flugvöllurinn verði farinn úr Vatnsmýrinni árið 2030.

Undirskriftarsöfnunin fer fram á vefsíðunni lending.is en auk þess verða undirskriftarlistar aðgengilegir um allt land. Á vefsíðunni hefur verið safnað saman miklu af upplýsingum tengdum málefninu.

-SBS

Lof og last vikunnar

$
0
0

Lof og last Lof fá Akureyringar og nágrannar þeirra fyrir tillitssemi og jákvæða samstöðu á erfiðum tímum, skrifar kona sem sendi blaðinu bréf. Hún segir það ekki sjálfgefið að þegar blóðtökur verði í samfélögum, slys og annað, blossi ekki upp reiði. Ekki hefur mikið borið á slíkum tilfinningum, a.m.k. ekki opinberlega. Þvert á móti sameinist Akureyringar í sorg. Þorp standi oft saman þegar áföll steðji að…

Lof fá þeir sem stóðu að annars vegar Handverkshátíðinni í Eyjafirði og hins vegar Fiskideginum mikla. Svo skrifar karl sem sendi blaðinu póst. Segir hann að það sé einn besti dagur ársins að „skrattast“ milli Dalvíkur og Hrafnagils, kynnast menningunni, sýna sig og sjá aðra. Þarna liggi mikil sjálfboðavinna á bakvið, fagmennska og sköpun. Fyrir hana beri að þakka…

Lof fá veðurguðir sem „…sýndu okkur aftur norðlenskt sumar eins og það gerist best sl. mánudag. Horfir í góða berjasprettu og gott skap Norðlendinga á næstu vikum,“ skrifar kona sem er mikil áhugamanneskja um ber og útivist. Einnig mun allt fullt af sveppum þessa dagana og um að gera að njóta gjafa náttúrunnar. Þakka og njóta…

Lof fær Jónas Viðar myndlistarmaður fyrir allt það mikla framlag sem liggur eftir hann til norðlenskrar myndlistar. Jónas lést langt fyrir aldur fram fyrir skemmstu og er harmdauði fjölmörgum. Hann var dáður listamaður hér á landi. Fyrrverandi bæjarlistamaður Akureyrar. Huggun harmi gegn eru ljúfar minningar sem vinir hans og ættingjar eiga sem og fjöldi myndlistarverka sem eftir hann liggur, ekki síst af fjöllunum í Eyjafirði, fjöllunum sem Jónas helgaði líf sitt að nokkru leyti. Farinn er drengur góður. En list hans lifir…

Norðurlandarmót í Ólympískum lyftingum á Akureyri um helgina

$
0
0
Félagar í KFA hafa unnið hörðum höndum að því að gera allt tilbúið

Félagar í KFA vinna hörðum höndum að því að undirbúa mótið og gengur vel

Það dregur heldur betur til tíðinda hjá lyftingarunnendum í Akureyrarbæ um helgina. Kraftlyftingafélag Akureyrar (KFA) heldur Norðurlandamótið í Ólympískum lyftingum og er von á keppendum frá öllum norðurlöndunum.

Keppt er í bæði karla og kvennaflokki og hefjast leikar klukkan 09.00 á laugardagsmorgun. Keppnisstaður er Íþróttahöllin á Akureyri og eru áhorfendur boðnir sérstaklega velkomnir enda um einn stærsta viðburð innan kraftlyftingarheimsins að ræða. Mikill heiður þykir að fá að halda þetta mót en það var síðast haldið á Íslandi árið 1989, einnig  á Akureyri.

Akureyringar státa sig af elstu og öflugustu hefðum í lyftingum og kraftlyftingum sem þekkist á Íslandi og má þá nefna að Akureyrarmót í Kraftlyftingum hefur verið haldið órofið síðan 1975. Íslenskar lyftingar og kraftlyftingar hafa styrkst töluvert undanfarin ár og er Kraftlyftingafélag Akureyrar fremst í flokki í þeirri uppbyggingu. „Mótið verður einskonar flaggskip uppbyggingarinnar sem hefur átt sér stað hér fyrir norðan og brot af því sem koma skal,“ segir Grétar Skúli Gunnarsson hjá KFA.

Eins og áður segir hefst keppni í kvennaflokki klukkan 09.00 í Íþróttahöllinni en svo taka karlarnir við klukkan 14.00. Sýnt verður beint frá mótinu í gegnum vefvarp Þórs, http://thorsport.is/tv/

-SMS
siguroli@akv.is

Fóru á sæþotum frá Ísafirði til Seyðisfjarðar

$
0
0

IMG_6242

Félagarnir Auðunn Svavar Guðmundsson og Jón Óli Ólafsson sigldu í vikunni á sæþotum frá Ísafirði til Seyðisfjarðar. Með þeim í för voru Finnur Aðalbjörnsson, Guðlaugur Már Halldórsson og Kristófer Finnsson en þeir sigldu á báti sem auk þess að þjóna öryggishlutverki var einskonar fljótandi bensínstöð en 2400 lítrum af bensíni var brennt í ferðinni.

Félagarnir eru allir frá Akureyri en Auðunn og Jón Óli eru búsettir í Reykjavík. „Við erum æskufélagar og ákváðum að gera þetta saman,“ sagði Finnur Aðalbjörnsson sem sigldi bátnum sem fylgdi þeim félögum á sæþotunum. „Það átti að fara hringinn um landið í fyrra og var lagt upp frá Jökulsárlóni og siglt til Ísafjarðar en þá var komið vont veður svo það var ákveðið að bíða með framhaldið og núna er búið að fara þessa leið frá Ísafirði til Seyðisfjarðar og svo verður haldið áfram síðar“.

Ferðin gekk mun betur en áætlað var en lagt var af stað frá Ísafirði kl. 8 um morguninn en kl. 18 var lent við Siglufjörð. „Við ætluðum á Borgarfjörð Eystri, en ákváðum að fara alla leið á Seyðisfjörð fyrst það gekk svona vel,“ segir Finnur. og bætir við að blæjalogn hafi verið þennan dag.

„Þetta var alveg stórkostlegt, við sáum borgarísjakann við Horn og hittum fullt af hvölum og höfrunum sem eltu okkur um tíma,“ segir Finnur en hér fyrir neðan má sjá myndir sem hann tók í ferðalaginu.

IMG_5982 (1) IMG_6287 IMG_6242 IMG_6222 IMG_6036 IMG_5982

Stutt bil frá sósíalisma í trúarbrögðin

$
0
0

_D5A4969Hamar og sigð er á einu leiði við Lögmannshlíðarkirkjugarð í staðinn fyrir kross. Leiðið er nokkurra ára gamalt og segir Pétur Björgvin Þorsteinsson sem starfað hefur sem djákni við Glerárkirkju að hann hafi oft fengið sterk viðbrögð frá unglingum þegar hann fræðir nemendur um sögu og menningu við Lögmannshlíðarkirkju. Undantekningalítið vitni börnin í afa eða ömmu, hve hneyksluð þau séu yfir því að hamar og sigð sé á leiðinu en ekki kross. Stundum sé sú umræða kaldhæðin, stundum allt að því níð, sumir séu opnir fyrir umræðum þar um, aðrir ekki. „Ég reyndi eftir því sem mögulegt var að halda fram minni afstöðu að það væri sjálfsagður réttur hvers og eins að velja sér tákn á sitt leiði. Flestum krökkunum fannst það líka sjálfsagt að táknin væru misjöfn en veltu vöngum yfir afstöðu yfirleitt afa og ömmu,“ segir Pétur Björgvin.

Ekki vitað um annað eins
Pétur Pétursson, doktor í guðfræði og félagsfræði, prófessor við Háskóla Íslands, segist ekki vita önnur dæmi um hamar og sigð á leiði á Íslandi. Hann telur þetta tákn um þann líberalisma sem einkennt hafi Ísland síðustu 100 ár eða svo. Hann nefnir sem dæmi að Gunnar Benediktsson, sem hætti störfum sem prestur í Eyjafirði í kringum 1930, þegar hann gerðist agent fyrir Kommúnistaflokkinn, hafi fengið heimild til að jarðsyngja framámenn í Kommúnistaflokknum í Reykjavík, í lánshempu Bjarna dómkirkjuprests. Einn af sungnu sálmunum við þær útfarir hafi verið internationalinn.
„Internationalinn er um frelsi undan þjáningum, og frelsarann í vissum skilningi þótt hann sé ekki nefndur á nafn. Ef litið er á táknmál kristninnar hefur það frá upphafi aðlagast hinum ýmsu táknum í því menningarumhverfi sem kirkjan hefur starfað í og hún hefur gert alls konar tákn að sínum. Hamar og sigð Sovétleiðtoga byggðu á gömlum frumtáknum sem eru sameiginleg kristni og ýmsum öðrum stefnum kristni og ýmsum öðrum stefnum. Þórshamarinn er sem dæmi um þetta. Guðinn Bal sem er fyrirrennari bæði Jave og Þórs sveiflaði hlut sem er kylfa aða hamar og til eru útgáfur af Þórshamri sem geta verið kross ef þeim er haldið á sérstakan hátt, eins og td Þórshamarinn á Þórslíkneskinu sem fannst í Eyrarlandi í Eyjafirði og er kenndur við þann bæ. Það sem borið er inn í kirkjuna við heilagar athafnir helgast af boðskap hennar og það má segja að það geti gerst við hamar og sigð. Þá víkur kommúnisminn til hliðar fyrir Kristi og krossi hans. Líta má á sigðina sem uppskerutæki, maðurinn með ljáinn er maðurinn með sigðina. Á dómsdegi einstaklingsins, í jarðarförinni, kemur engillinn með ljáinn, þá er uppskeran, illgresinu er kastað á eldinn en kornið fer í hlöðu. Þannig að ég myndi túlka þetta serm svo að hinn látni hafi e.t.v. viljað heiðna útför, en aðstandendur ekki getað hugsað sér að láta grafa ástvininn utangarðs og þá hafi verið hægt að ná málamiðlun eins og þessari, kristinn prestur getur alveg heimilað slíkt svigrúm, slíkt er leið til að hugga eftrlifendur,“ segir doktor Pétur.

Pétur Pétursson, prófessor í trúarbrögðum, skilur ekki ofstækið gegn moskum á Íslandi. Ótti um hryðjuverk getur ekki kæft niður hugmyndina um trúfrelsi.

Pétur Pétursson, prófessor í trúarbrögðum, skilur ekki ofstækið gegn moskum á Íslandi.

Engin ástæða að hneykslast
Með öðrum orðum þarf ekki að vera nein ástæða til að hneykslast á táknunum á leiðinu þótt Íslendingar hafi vanist því að sjá hefðbundnari fyrirbrigði á leiðum, einkum legsteina og krossa. Pétur segir færast í vöxt í Svíþjóð svo dæmi sé tekið að alls konar tákn og munir prýði leiði þar í seinni tíð.

„Ef ég væri prestur gæti ég hæglega lagt út af hamri sem krossi og sigð sem uppskeruverkfæri fyrir guðsríki. Í þessu samhengi er stutt í fyrirheitna landið í sósíalismanum, hið stéttlausa fyrirmyndarþjóðfélag sem frelsunarsaga sögulegrar efnishyggju stefndi að. Auðvitað getur hamar og sigð stungið í augun fyrir þá sem ekki gera sér grein fyrir dýptinni í þessum frumtáknum en þau eru sammmannleg, þau eru engin einkaeign kristninnar.“

Moskuandóf „óskiljanlegt ofstæki“
Mikil umræða hefur farið fram hérlendis um moskubyggingu í Reykjavík. Pétur segir að líberalismi í seinni tíma trúarhyggju Íslendinga rími illa við þá miklu andstöðu sem komið hafi fram í opinberri umræðu um mosku hér á landi.
„Líberalisminn lagar sig að kröfum um rannsóknarfrelsi, trúfrelsi og einstaklingsfrelsi. Íslenskt samfélag er búið að lýsa yfir bindandi stuðningi við alþjóðasáttmála um trúfrelsi. Þeir múslimar sem búa hér eiga rétt á að biðja sínar bænir í rými sem þeim hentar, þeir geta það ekki fyrir framan kross Krists. Það ætti að því vera kristnum mönnum hér á landi keppikefli að múslimar fái sínar moskur. Sín bænahús. Múslimar viðurkenna Krist sem spámann en afneita því að hann hafi verið guð og dáið á krossinum, svoleiðis gerir ekki spámaður í þeirra huga. Þess vegna afneita múslimar krossinum og breiða yfir hann, en það geta kristnir menn illa sætt sig við.“

Pétur segir að andstaðan við moskubygginguna hér á landi hafi komið sér á óvart. „Þetta er í mínum huga óskiljanlegt ofstæki sem blossað hefur upp. Líberalistar ættu að fagna fjölhyggju og láta ekki dogmatískan skilning á táknum trufla sig heldur hafa mannúð, umburðarlyndi og trúfrelsi að leiðarljósi. Á þessum gildum, sem eru í hæsta máta kristileg, hvílir nútímamenning. Aðlögun kirkjunnar að menningunni á að vera á forsendum mannúðlegra sjónarmiða, ekki síst gagnvart börnum. Þar var íslenska kirkjan, frjálslynd, umburðarlynd og þjóðleg, fljót að taka við sér, lagði t. d. niður að mestu leyti kennslu sem fól í sér kenningar sem þau höfðu ekki forsendur til að skilja eða laga að kærleikshugsun Krists sem er aðalatriðið í kristinni trú. Nefni þar kenninguna um eilífa útskúfun vantrúaðra sem Akureyrarpresturinn Matthías Jochumsson var fyrstur íslenskra presta til að hafna opinberlega. Samkvæmt líberalguðfræðinni á ekki að ala börn upp í bókstafstrú eða dogmatík heldur að miða boðunina við forsendur lýðræðislegs þjóðfélags. Sannir kristnir líberalistar geta ekki hugsað sér að beita valdi í trúboði. Kristnin gengur út á fagnaðarboðskap og frelsun undan valdi heimsins en alls ekki að hreppa fólk í áþján ofstækis. Lágmark okkar Íslendinga í þessum efnum er að umbera moskurnar – það er ókristilegt að berjast gegn þeim.“

Spurður hvort andstöðuna við mosku hér á landi megi skýra með ótta fólks við hryðjuverk, segir Pétur sjálfsagt að íslensk stjórnvöld fylgist með hvernig moskan verði fjármögnuð. Þannig megi tryggja að hryðjuverkasamtök standi þar ekki að baki eða hyggist ná einhverjum ítökum. Slíku eftirliti megi hins vegar ekki rugla saman við þau grundvallarmannréttindi að múslimar fái sitt eigið bænahús hér á landi.

-BÞ

Akureyrarmót UFA á Þórsvelli um helgina

$
0
0
Frá Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fram fór á Akureyri fyrr í sumar. Mynd: Bendedikt H. Sigurgeirsson

Frá Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fram fór á Akureyri fyrr í sumar. Mynd: Bendedikt H. Sigurgeirsson

Það er nóg um að vera á Íþróttasvæði Þórsara um helgina þegar að Akureyrarmót UFA í frjálsum íþróttum fer fram. Keppt er í öllum aldursflokkum, bæði karla og kvenna. Keppni hefst 11:30 í dag með þrautabraut 9 ára og yngri en lýkur  á morgun, sunnudag, með 800m hlaup kvenna klukkan 16.00.

Þrátt fyrir að mótið heiti Akureyrarmót er það hluti af mótaröð frjálsíþróttasambands Íslands og er því opið öllum til þátttöku. Forráðamenn UFA reikna með að mikið af sterkasta frjálsíþróttafólki landsins taki þátt í mótinu.

Þá má til gamans geta að UFA er 25 ára í ár og mun fagna afmæli sínu á laugardagskvöldið á Þórsvellinum.

Heyrst hefur …

$
0
0

Heyrst hefurHeyrst hefur að sjaldan eða aldrei hafi nokkurt félag á Íslandi fengið eins neikvæða kynningu á nokkru máli og þegar þrjú skilti voru sett upp til að auglýsa flugmódelsýningu í Eyjafirði. Ein myndin á skiltunum var af fáklæddri konu sem reið flugmódeli. Varð allt vitlaust og brugðust margir við meinti kvenfyrirlitningu á spjallrásum landsins eftir að fréttavefurinn akureyrivikublad.is greindi fyrst frá málinu. Í hópi þeirra er brugðust við er Eyþór Ingi Jónsson, tónlistarmaður og organisti í Akureyrarkirkju. Hann lét mynda sig fáklæddan við ryksugu sem ímyndaða auglýsingu fyrir heimilistækjasýningu til að sýna fram á að fæstum dytti í hug að nota fáklæddan karl til þess. Með þessu mætti benda á kynjunina. Hefur heyrst að sumir jafnréttissinnar hefðu viljað ganga lengra og að pólitískt kjörin yfirvöld í Eyjafirði hefðu átt að blanda sér í leikinn. Aðrir vilja meina að ummæli sem höfð hafa verið eftir hlutaðeigandi séu næg refsing fyrir hlutaðeigandi. Þar hafi komið fram afstaða sem í besta falli þyki úrelt hjá nútíma Íslendingum sem berjast fyrir jafnrétti kynjanna.
Geta má þess að í 19. grein jafnréttislaga segir: „Auglýsandi, og sá sem hannar eða birtir auglýsingu, skal sjá til þess að auglýsingin sé öðru kyninu ekki til minnkunar, lítilsvirðingar eða stríði gegn jafnri stöðu og jafnrétti kynjanna á nokkurn hátt.“

Heyrst hefur að Akureyringarnir Orri Harðarson tónlistarmaður og Inga Elísabet Vésteinsdóttir,eiginkona hans, hafi eignast sitt annað barn í síðustu viku. Fæddist þeim stúlka á FSA en fyrir áttu þau tveggja ára hnátu. Lýsir Orri mikilli gleði með tímamótin á facebook-síðu sinni og birtir myndir af ört stækkandi glæsilegri fjölskyldu.
Orri er þekktur auk tónlistarstarfanna fyrir bókina Alkasamfélagið sem gefin var út fyrir nokkrum árum….

Aflskonur stóðu vaktina á bæjarhátíðum

$
0
0
Aflskonur í góðum gír á gönguvakt um verslunarmannahelgina

Aflskonur í góðum gír á gönguvakt um verslunarmannahelgina

Um verslunarmannahelgina hélt mótorhjólafólk á Akureyri súpupartý þar sem safnað var fé til stuðnings Aflsins sem eru samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi og starfrækt eru á Akureyri. 17.140 kr. söfnuðust og voru afhentar Önnu Maríu Hjálmarsdóttur, formanni Aflsins sem kann mótorhjólafólki bestu þakkir fyrir framlagið og segir að í starfi samtakanna muni um hverja krónu. „Við höfum fundið fyrir mikilli velvild samfélagsins í okkar garð og þó nokkrir aðilar hafa haldið viðburði til að styrkja okkur, þar má sem dæmi nefna, Zontaklúbbana sem hafa staðið þétt við bakið á okkur, Lionsklúbbinn Ylfu sem hélt kökuhlaðborð sumardaginn fyrsta til styrktar okkur, Kvenfélögin í Eyjafjarðarsveit héldu kaffisölu og gáfu okkur allan ágóða. Sjálfar höfum við verið með ýmsa fjáröflun t.d. kaffisölu, tónleika í Akureyrarkirkju og happdrættissölu. Einnig hefur fjöldi einstaklinga styrkt starfið okkar beint með gjöfum eða vinnuframlagi. Þetta er það sem gerir okkur kleyft að vera með öflugt starf til stuðnings þolendum ofbeldis á landsbyggðinni ásamt forvarnarstarfi,“ segir Anna María.

Mikið hefur verið um að vera hjá starfskonum Aflsins sl. vikur en þær hafa verið á gönguvakt allar nætur á Bíladögum, Einni með öllu og Fiskidögum auk þess að vera á vakt á Eistnaflugi á Neskaupsstað. Allar þessar hátíðir gengu vel og ekki hafa ennþá verið tilkynnt nein kynferðisbrot tengd þeim. „Við höfum þó reynslu af því að málin koma gjarnan til okkar mánuðum, jafnvel árum síðar,“ segir Anna María og bendir á að nú sé vetrarstarfið að hefjast og þau sem vilja taka þátt í sjálfshjálparhópum mega gjarnan hafa samband við Aflið í síma 857 5959.

-SBS

Rasismi vanmetinn?

$
0
0
Guðmundur Ævar Oddsson

Guðmundur Ævar Oddsson

Guðmundur Ævar Oddsson sem lýkur doktorsgráðu í félagsfræði frá bandarískum háskóla næsta vor er annar tveggja höfunda að rannsókn sem fengið hefur töluverða athygli í Bandaríkjunum. Grein eftir Guðmund og Andrew Fisher hefur birst opinberlega um rannsóknina og sýna niðurstöður að borgaryfirvöld eru líklegust til að efla lögreglulið sín þegar mikill efnahagslegur ójöfnuður er meðal hvítra og annarra kynþátta og fátækt er útbreidd innan borgaramarka.

„Í þessari rannsókn prófuðum við annars vegar útskýringar virknikenninga og hins vegar útskýringar átakakenninga á hlutfallslegri stærð lögreglunnar í fjölmennari borgum Bandaríkjanna, þ.e.a.s. borgir með fleiri en 250 þúsund íbúa. Virknikenningar ganga út frá því að helstu skýringar á stærð lögreglunnar hafi að gera með þætti á borð við glæpatíðni, fjárhagstöðu borga, fjölda íbúa á ferkílómetra o.s.frv. Átakakenningar horfa aftur á móti fyrst og fremst á efnahagslegan ójöfnuð, fátækt og ýmsa þætti sem snúa að minnihlutahópum, s.s. hlutfall minnihlutahópa af fólksfjölda og kynþáttaóeirðir,“ segir Guðmundur Ævar.

„Niðurstöðurnar renna stoðum undir átakakenningar sem kveða á um að lögreglan gæti fyrst og fremst hagsmuna ráðandi hópa (hvítra og hinna efnameiri). Niðurstöðurnar gefa til kynna að ráðandi hópum standi sérlega mikil ógn af samblandi mikils efnahagslegs ójafnaðar milli hvítra og annarra kynþátta og útbreiddrar fátæktar og að slíkt ástand auki pressuna á borgaryfirvöld að efla lögreglulið sín.

Við erum með þeim fyrstu sem samþættum og prófum með tölfræðilíkönum kynþátta- og stéttasjónarhorn átakenninga til að útskýra stærð lögregluliða. Þessum sjónarhornum og sérstaklega mælingum er oftast haldið aðskildum. Við teljum aftur á móti að slík nálgun sé ófullnægjandi, ekki síst í ljósi þess að bandarískt þjóðfélag er langt frá því að vera einsleitt í kynþáttalegu tilliti – sem hefðbundar mælingar á efnahagslegum ójöfnuði gera ráð fyrir.“

Spurður um rasisma og hvort Bandaríkjamenn haldi almennt að kynþáttahyggja hafi engin áhrif segir Guðmundur Ævar að Bandaríkjamenn trúi því almennt ekki að borgurum sé mismunað á grundvelli kynþáttar. Spurningakannanir bendi til þess að þeir hafi styrkst í þessari trú síðustu áratugina. „Viðhorfin eru þó vissulega breytileg milli kynþáttahópa. Hins vegar skýra Bandaríkjamenn almennt (og þá sérstaklega hvítir) verri efnahagslegri og félagslegri stöðu minnihlutahópa, s.s. svartra og spænskættaðra, með öðru en mismunum. Algengari viðhorf eru að minnihlutahópar séu ekki tilbúnir að leggja eins hart að sér og hafi ekki sömu gildi og hinn hvíti meirihluti. Þetta er lífseig staðalímynd og er enn notuð til þess að réttlæta mismunun.“

Lesa má um rannsóknina hér

Tónlistardívur ferðast og fræða

$
0
0
Tónlistardívurnar fjórar

Tónlistardívurnar fjórar

Tónlistarkonurnar Hafdís Huld, Védís Hervör, Ragga Gröndal og Lára Rúnars leggja land undir fót í ágúst og spila fyrir landsmenn. Ferðin er ekki síður liður í því að kynna KÍTÓN, félag kvenna í tónlist fyrir áhugasömum. Hyggjast stöllurnar halda létta kynningu opna öllum kl. 17 samdægurs tónleikunum á hverjum stað. „Dýrindis skreppitúr um landið í faðmi skemmtilegra kvenna,“ segir Hafdís Huld um gjörninginn. Hún segist hlakka mikið til að telja í.

Lára Rúnars lauk nýlega við tónleikasiglingu um landið með Áhöfninni á Húna og ætlar að ljúka hringnum á þjóðveginum með kynsystrum sínum. Þær eiga það allar sameiginlegt að vera farsælir lagahöfundar og flytjendur.
Hafdís, Védís, Ragga og Lára munu teygja anga sína á marga staði en Vestfirðirnir, Norðurland verða í aðalhlutverki í fyrsta holli túrsins. Stöllurnar spila föstudaginn 23. ágúst á Græna hattinum á Akureyri, laugardaginn 24. ágúst á Kaffi Rauðku, Siglufirði og sunnudaginn 25. ágúst á Gama Bauk, Húsavík. Tónleikarnir hefjast kl. 21.00

Hafdís Huld hóf tónlistarferilinn með hljómsveitinni Gus Gus og síðan með bresku sveitinni FC Kahuna. Árið 2006 lauk hún framhaldsnámi frá London Centre of Contemporary Music og hefur upp frá því einbeitt sér að sólóferlinum. Hafdís Huld hefur sent frá sér fjórar plötur; Synchronised Swimmers og Dirty Paper Cup sem báðar hafa verið gefnar út á erlendum vettvangi og svo barnaplöturnar Vögguvísur og Englar í ullarsokkum sem voru gerðar fyrir Íslenskan markað. Ný plata frá Hafdísi Huld Home er væntanleg í haust.
Youtubesíða Hafdísar Huldar er hér  og heimasíða hennar hér.

Védís Hervör er söngkona, lagasmiður og mannfræðingur. Védís kom fyrst fram á sjónarsviðið aðeins 16 ára gömul með frumsömdu lagi sínu Finished Melody og síðasta plata hennar frá árinu 2007 A Beautiful Life – Recovery Project hlaut frábærar viðtökur og fékk hún dreifingarsamning við AWAL music að lokinni Airwaves hátíð sama ár. Védís lærði upptökustjórn og hljóðblöndun í Lundúnum. Hún starfar við ýmis konar margmiðlun, semur verk fyrir leikhús, auglýsingar og aðra tónlistarmenn ásamt því að reka lagahöfundateymi í Lundúnum. Védís hefur einnig sungið með hljómsveitinni Bang Gang víða um heim og vinnur nú að sinni þriðju sólóplötu. Nýjasta lag hennar White Picket Fence hefur vakið lukku á útvarpsstöðvum hér heima og í Skandinavíu.

Ragnheiður Gröndal hefur verið með ástsælli tónlistarmönnum og söngkonum á Íslandi frá því hún kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 2003. Hún hefur gefið út 7 geisladiska í eigin nafni með bæði eigin efni, þjóðlögum, djassi og poppi auk þess að hafa komið fram á plötum fyrir fjölmarga aðra tónlistarmenn, íslenska og erlenda, úr ýmsum geirum tónlistarinnar. Ragnheiður hefur verið tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna þrisvar sinnum og hlotið verðlaun þrisvar, sem söngkona ársins, bjartasta vonin og fyrir plötu ársins. Ragnheiður hefur komið fram á fjölmörgum tónleikum, bæði á Íslandi og erlendis og lög með henni hafa verið mjög vinsæl í útvarpi auk þess sem plötur hennar hafa selst vel og m.a. náð platínusölu.

Tónlistarkonan Lára Rúnars sendi nýverið frá sér sína fjórðu breiðskífu, Moment. Við gerð plötunnar var Lára undir áhrifum frá tónlistarkonum á borð við PJ Harvey, St. Vincent og Lykke Li og svo tónlistarmönnum eins og John Grant en þau áhrif má finna í melódísku og angurværu indí-poppi Láru. Síðasta breiðskífa Láru Rúnars, Surprise, kom út árið 2009 en lög af henni nutu mikilla vinsælda hér á landi. Með Surprise vaknaði einnig áhugi fyrir Láru erlendis sem meðal annars lék á sérstökum tónleikum fyrir Q Magazine í London ásamt Amy MacDonald auk þess að koma fram á fjöldamörgum tónlistarhátíðum víðs vegar um Evrópu, þar á meðal SPOT, Eurosonic og The Great Escape.
Lára Rúnars á Youtube

Grímseyjarferð í bongóblíðu

$
0
0

_D5A1458

Á dögunum tókst ljósmyndari blaðsins á við Grímsey í fjóra daga. Á vegi hans varð fólk, dýr og besta veður sumarsins að sögn innfæddra. Eftir fjóra daga í þessari paradís er maður margs vísari um gæði landsins okkar og sjávarins við strendur þess. Eyjan er matarkista þegar kemur að fiski, fugli og hval, en þar að auki stunda nokkrir eyjaskeggjar fjárbúskap og aðrir halda hross.

Grímseyingar eru atorkusamt fólk sem þrífst á vinnu og jaski. Mannlífið slær í takt við fiskveiðar og hlunnindanýtingu ýmisskonar. Það er gott að rifja upp grunnþætti mannlegrar tilveru í nokkra daga, og ekki skemmir gestrisni íbúanna fyrir. Takk.

_D5A1458 _D5A1963 _D5A2024 _D5A2509 _D5A3001 _D5A4161

Málsvarar unglinga

$
0
0
Aron Freyr, Elín Inga og Margrét Helga

Aron Freyr, Elín Inga og Margrét Helga

„Barningur er fullur samúðar í garð unglinga, tilveran getur verið svo erfið á þessu tímaskeiði. Þess vegna langar okkur að tala um klámvætt kynlíf; nýtt og ófrýnilegt andlit ójafnréttis. Á unglingsárunum er jafnan erfitt að sporna gegn viðteknum hugmyndum og tíðaranda. Í dag er tími klámsins og unglinga vantar málsvara.“ Svona hefst kynningartexti verkefnisins Barnings sem birtur er á vefsíðu hópsins.

Að verkefninu standa þrír norðlendingar, þær Margrét Helga Erlingsdóttir og Elín Inga Bragadóttir frá Akureyri og Aron Freyr Heimisson frá Dalvík, öll eru þau 23 ára gömul. Margrét er nemi í bókenntafræði, Elín í heimspeki og Aron Freyr nemur við Myndlistarskólann á Akureyri. Þau segja jafnréttismál lengi hafa brunnið á sér og sóttu um að starfa undir hatti Skapandi sumarstarfa og eru þakklát Akureyrarbæ fyrir að hafa fengið frjálsar hendur til að vinna að þessu hugðarefni í sumar og tækifæri til að miðla reynslu sinni og þekkingu.

Erfitt að vera unglingur
„Við höfum m.a. safnað viðtölum við ungt fólk sem segir frá reynslu sinni af klámvæðingu í kynlífi. Þessar frásagnir ætlum við að birta til þess að opna umræðuna um kynlíf og persónuleg mörk. Við viljum rjúfa þögnina um þetta og gera fólki ljóst að það er ekki eitt um reynsluna,“ segja þau þegar blaðamaður Akureyrar vikublaðs sest niður með þeim til að forvitnast um þetta spennandi verkefni.

„Okkur finnst vanta málsvara inn í jafnréttisbaráttuna. Það er svo erfitt að vera unglingur, að segja nei, að finna sín mörk. Við erum sjálf af þessari svokölluðu klámkynslóð og okkur langar til að miðla okkar reynslu svo þau sem eru yngri en við þurfi kannski ekki að fara í gegnum allt þetta ferli til þess að komast að því hverjar eigin skoðanir eru. Við höfum oft hugsað að það hefði verið frábært að fá fleiri sjónarhorn og meiri upplýsingar á þessum tíma.“

Berst nú talið að kynfræðslu í skólum sem þau þrjú eru sammála um að hafi ekki verið fullnægjandi á þeirra unglingsárum. „Það var nánast engin kynfræðsla, bara einhver dönsk teiknimynd, svo fóru sumir og leituðu sér upplýsinga á netinu og þar með í klámi á meðan aðrir gerðu það ekki. Svo hittist þetta fólk og fer að sofa saman og það er skelfileg blanda. Svo má einhvern veginn ekki tala um neitt, því það þykir ekki kúl í klámvæddum heimi að vera tepra. Við viljum segja að það sé víst kúl að vera tepra!“

Aðspurð hvort það sé erfitt að fá fólk til að segja frá kynlífi sínu segja þau svo ekki vera. „Það er mjög auðvelt að fá þessar sögur, við finnum að það brennur á fólki að tala um þetta. Það er svo oft einhver eftirsjá tengd kynlífinu því það er svo mikil pressa og það snýst allt svo mikið um að vera kúl. Þú vilt bara vera kúl á þessum aldri, vilt bara að sæti strákurinn eða stelpan sé skotin í þér, þú vilt ekki vera einhver femínistabelja eins og þú heyrir gert grín að. En þetta snýst einmitt um að standa með sjálfum sér og hlusta á sín eigin mörk.“

Tekið á klámvæðingunni
Hópurinn mun taka virkan þátt í Akureyrarvöku og verða með sýningu á bílastæðinu við Skipagötuna. Þar verða settir upp þrír gámar þar sem sýnd verða hljóðræn og sjónræn verk sem þau hafa unnið í sameiningu en auk þess verða haldnir tónleikar sem ganga undir vinnuheitinu Ógeðistónleikar. „Við ætlum að vekja athygli á því sem er verið að bjóða okkur upp á í poppkúltúrnum. Meiðandi skilaboð sem ungu fólki eru færð í fallegum umbúðum en eru ógeðsleg. Við höfum íslenskað texta nokkurra mjög vinsælla laga og það er mjög sláandi hvaða skilaboð þeir eru að færa. Við erum að skoða þetta, tískublöðin og þess háttar, bara unglingamenninguna í dag. Það er nefninlega fullt af fólki sem afneitar klámvæðingunni og segir að hún sé ekki til en við ætlum að sýna hana; gjörðu svo vel, hér er hún! Í marga augum verður þessi sýning gróf en hún verður aldrei grófari en samfélagið okkar því við erum einfaldlega að spegla það.“

Þannig að þetta er samfélagslegt vandamál?
„Þetta er samt ekki einstefnusamband, því samfélagið hefur ekki bara áhrif á þig heldur getur þú haft áhrif á samfélagið og það er það sem við viljum gera.  Við erum ekki að tala um að banna neitt heldur erum við að koma með mótrök og sýna aðrar hliðar.“

Kennsluefni í átröskun
Vídeóverkin þrjú sem sýnd verða eru samvinnuverkefni hópsins en hvert þeirra þriggja á sína hugmynd sem byggð er á eigin reynsluheimi. „Eitt verkið byggist á reynslu minni af átröskun,“ segir Elín. „Ég hef verið að skoða æfingaráætlanir fyrir módel fitness og það er bara eins og kennsluáætlun í því að fá þennan sjúkdóm. Þegar ég var 12 ára og veiktist af átröskun þá leitaði ég að upplýsingum á netinu sem hljómuðu bara nákvæmlega eins og þessar æfingaáætlanir og nú er þetta orðin vinsæl „íþróttagrein“ og eru fyrirmyndir ungra stúlkna í dag og ég hef mjög miklar áhyggjur af þessu og ég vil bara beita mér fyrir því að færri stelpur þurfi að ganga í gegnum þetta. Það var mjög frelsandi fyrir mig að byrja í heimspeki í háskólanum og allt í einu skipti meira máli hvað ég hugsa og hvað ég segi heldur en hvernig ég lít út, það gekk allt út á það í framhaldsskólanum fannst mér. þú ferð inn í réttina og ert skilgreindur á fyrsta degi og það er erfitt að brjótast út úr því“.

„Annað sem við komum inn á er það sem við köllum skemmandi karlmennska. Það þurfa allar konur að vera mjúkar og allir karlar að vera harðir. Margir halda enn að femínistar hati karla en það er alveg þvert á móti, karlar eru ekki öfundsverðir í dag, það er þvílík pressa sem þeir eiga að standa undir. Getum við ekki bara leyst þetta upp og öll fengið að vera við sjálf. Það er okkar baráttumál.“

-SBS

Jafntefli hjá bæði KA og Þór/KA

$
0
0
Victoria Alonzo

Victoria Alonzo stóð sig vel í leik dagsins. Mynd úr safni: Sævar Sigurgeirsson

Bæði karlalið KA og kvennalið Þór/KA voru í eldlínunni í knattspyrnu um helgina. KA sótti Víkinga heim í 1.deildinni og Þór/KA fór á Vodafone-völlinn að Hlíðarenda og spilaði við Val.

KA, sem hefur aðeins hikstað upp á síðkastið, náði ekki að taka þrjú stig á Víkingsvelli en leiknum lyktaði með markalausu jafntefli. KA-menn voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik snerist dæmið við og heimamenn sóttu stíft. Um miðjan síðari hálfleikinn fengu Víkingar vítaspyrnu sem að besti maður KA í leiknum, Sandor Matus, varði. Fátt markvert gerðist eftir það, en Víkingar voru þó sterkari aðilinn. Lokatölur 0-0 og KA í 7. sæti með 23 stig, 7 stigum frá toppi deildarinnar.

Þór/KA getur þakkað markverði sínum, Victoriu Alonzo, fyrir að hafa fengið eitt stig á Vodafone-vellinum þegar að liðið mætti Val. Leiknum lyktaði með 0-0 jafntefli þar sem að Valur var mun sterkara liðið.

Valur, sem er í 2. sæti deildarinnar, sótti stíft allann leikinn á Þór/KA en tókst ekki að koma boltanum í netið en Þór/KA hefði einnig getað stolið sigrinum með einni af sinni skyndisóknum. KA/Þór situr í 5. sæti deildarinnar með 17 stig, 19 stigum frá toppliði Stjörnunnar sem hefur ekki enn tapað leik.

-SMS
siguroli@akv.is

Ísland Norðurlandameistarar í Ólympískum lyftingum

$
0
0
Darri Már Magnússon, sigraði í -56 kg flokki þar sem hann setti þrjú Íslandsmet

Darri Már Magnússon, sigraði í -56 kg flokki þar sem hann setti þrjú Íslandsmet

Norðurlandamótið í Ólympískum lyftingum fór fram á Akureyri um helgina. Margt var um dýrðir og féllu t.a.m. nokkur Íslandsmet. Akureyringurinn, Darri Már Magnússon, sigraði í -56 kg flokki þar sem hann setti þrjú Íslandsmet.

Það var Norðmaðurinn Per Hordnes sem var stigahæstur allra á mótinu og telst því Norðurlandameistari en í landsliðakeppninni var það Ísland sem var með bestann árangur og því Norðurlandameistarar.

Í kvennaflokki kepptu aðeins tvær stúlkur fyrir Íslands hönd en fjórar stúlkur boðuðu forföll í vikunni fyrir mótið. Það var danska landsliðið sem vann landsliðakeppnina í kvennaflokki.

Keppendur fyrir Íslands hönd voru Gísli Kristjánsson, Árni Björn Kristjánsson, Andri Gunnarsson, Árni Freyr Stefánsson, Róbert Eyþórsson, Hrannar Guðmundsson, Björgvin Karl Guðmundsson og Darri Már Magnússon. Í kvennaflokki kepptu Svanhildur Vigfúsdóttir og Auður Ása Maríasdóttir.

-SMS
siguroli@akv.is

Hér má sjá nokkrar myndir af mótinu sem Sævar Sigurjónsson tók.

KFA_nordlandamot_2013_saevar_1-165 KFA_nordlandamot_2013_saevar_2-322 KFA_nordlandamot_2013_saevar_2-188 KFA_nordlandamot_2013_saevar_2-169 KFA_nordlandamot_2013_saevar_2-130 KFA_nordlandamot_2013_saevar_2-94 KFA_nordlandamot_2013_saevar_2-70 KFA_nordlandamot_2013_saevar_2-66 KFA_nordlandamot_2013_saevar_2-11 KFA_nordlandamot_2013_saevar_2-4 KFA_nordlandamot_2013_saevar_1-63 KFA_nordlandamot_2013_saevar_1-60 KFA_nordlandamot_2013_saevar_1-26

Áhugahópur um framtíð Hríseyjar

$
0
0
Hrísey. Mynd af vef Akureyrarbæjar

Hrísey. Mynd af vef Akureyrarbæjar

Fimmtudaginn 15. ágúst kom saman tíu manna hópur í Hrísey sem kallar sig áhugahóp um framtíð Hríseyjar. Hópurinn hefur ákveðið að halda íbúafund í september í samstarfi við fyrirtæki og félagasamtök í eyjunni. Á fundinum verður aðaláherslan lögð á hópavinnu þar sem unnið verður með fjölmörg málefni og hugmyndir auk þess verða gestafyrirlesarar. Hrísey eins og fjölmörg önnur byggðarlög á landinu þarf að vera í stöðugri vörn gagnvart atvinnumálum og íbúafjölda en nú telja margir íbúar að tími sé kominn á að snúa vörn í sókn og skapa áframhaldandi blómlega byggð í Hrísey. Tækifærin eru fjölmörg og engin ástæða til svartsýni.

Næsti  fundur hópsins verður fimmtudaginn 22. ágúst kl. 20.00  í  húsi Hákarla Jörundar og eru allir velkomnir að vera með og taka þátt í undibúningi íbúafundar. Frá þessu segir á heimasíðu Ferðamálafélags Hríseyjar

Yfir 18.000 hafa skrifað undir áskorun um flugvöll í Vatnsmýri

$
0
0

hjartaðÁ föstudagsmorgun setti félagið Hjartað í Vatnsmýrinni af stað undirkriftasöfnun til stuðnings Reykjavíkurvelli á vefnum www.lending.is. Þar er skorað á Reykjavíkurborg og Alþingi að tryggja öllum landsmönnum óskerta flugstarfsemi í Vatnsmýri til framtíðar.

Yfir helgina skrifuðu 18.120 manns undir áskorunina og þar af 10.000 fyrir miðnætti á föstudag og segjast forsvarsmenn söfnunarinnar ekki vita til þess að undirskriftasöfnun hafi áður farið jafn hratt af stað.

Viewing all 1718 articles
Browse latest View live