Mikil saurgerlamengun mældist í Eyjafirði í mælingu heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra þann 21. janúar síðastliðinn. Mælingin var svo mikil að þann 7. febrúar, eða 17 dögum seinna, sendi HNE út tilkynningu til sjósundiðkenda á Akureyri um að ekki væri talið æskilegt að stunda sjósund meðan staðan væri sem slík.
Ef saurgerlamengun fer yfir 200 bakteríur/100ml er talað um mikla saurgerlamengun. mengunin mældist 790/100ml við Strandgötu, og 3.500/100ml við Drottningarbraut neðan við listagilið. Ef saurgerlabakteríur fara yfir 1000/100ml er talað um ófullnægjandi ástand vatns.
Fráveita Akureyrarbæjar hefur nú verið færð yfir til Norðurorku, og er því í þeirra verki að hafa eftirlit með sjálfum sér hvað þetta varðar. Ekki hefur verið ákveðið hvenær farið verður í næstu sýnatöku. Sjósundsiðkendur verða því að bíða lengur um tilkynningu HNE um að óhætt sé að stunda sjósund við Átak.