Síðdegis í dag gaf sig kaldavatnslögn í Drekagili er eru nú öll hús við Drekagil vatnslaus nema hús nr. 21. Óvíst er hvenær viðgerð lýkur. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Norðurorku. Þar kemur fram að nauðsynlegt hafi reynst að loka austasta hluta Drekagils fyrir umferð og var bílstjórum bifreiða á bílastæðum við bokkir nr. 21 og 28 leyft að komast af þeim eftir göngustíg út á Hlíðarbraut en ekki sé leyfð frekari umferð um þann stíg.
„Íbúar eru beðnir að sýna sérstaka aðgát í meðferð heita vatnsins þar sem ekki er kostur á köldu vatni til uppblöndunnar. Einnig að aðgæta að kaldavatnskranar séu ekki opnir. Slíkt getur skapað mikla hættu ef enginn er heima þegar vatni er hleypt á.“