Leikritið Tifar tímans hjól sem Leikfélag Sauðárkróks frumsýndi í lok apríl hefur notið mikilla vinsælda og uppselt hefur verið á allar sýningar. Nú hefur verið bætt við tveimur sýningum kl. 15 og 20:30 á mánudaginn, 20. maí.
Um er að ræða frumsamið verk eftir Guðbrand Ægi Ásbjörnsson og Árna Gunnarson en leikstjórn var í höndum hins fyrrnefnda. Leikritið er byggt á tónlist Geirmundar Valtýssonar en sagan segir frá ungum manni sem á sér þann draum heitastan að verða frægur tónlistarmaður.
Á vef feykis.is má lesa umfjöllun um verkið og myndir frá frumsýningu.
Panta má miða í síma 849 9434 virka daga milli kl. 16 – 18 og einnig klukkustund fyrir sýningu í síma og í Bifröst.