Quantcast
Channel: akureyrivikublad.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718

Barnageðlæknafélag Íslands skorar á FSA að leysa vanda

$
0
0
Mynd úr safni.

Mynd úr safni.

Stjórn Barnageðlæknafélags Íslands lýsir yfir áhyggjum af stöðu og þróun geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og unglinga á Akureyri ásamt Norður- og Austurlandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórninni en ein barna- og unglingageðlæknirinn á Norðurlandi sem starfaði á Sjúkrahúsinu á Akureyri hætti störfum fyrir sjö vikum og enginn hefur verið ráðinn í hans stað.

„Landsvæðið hefur því verið án barnageðlæknis í sjö vikur og ekkert er að gerast í þessum málum,“ segir í tilkynningunni frá stjórn Barnageðlæknafélagsins og einnig kemur þar fram að almennt sé þjónusta við börn með geðrænan vanda af alltof skornum skammti á landinu og oftast er löng bið eftir henni. „Nú verður geðlæknisþjónusta við þennan málaflokk enn verri og gerð óaðgengilegri fyrir ákveðin landsvæði“.

„Stjórn Barnageðlæknafélags Íslands skorar því á stjórn Sjúkrahúsins á Akureyri að leysa þennan vanda eins fljótt og unnt er“.

Foreldrar á Akureyri hafa haft miklar áhyggjur af þróun mála og safna nú undirskriftum á vefnum til að krefjast aðgerða og krefjast þjónustu fyrir börn sín. Undirskrifarlistann má nálgast hér.

Gróa B. Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri lyflækningasviðs á Sjúkrahúsinu á Akureyri, sagði í samtali við Morgunblaðið í dag að allt sé gert sem sé í þeirra valdi til að leysa málefni þessa sjúklingahóps. „Hins vegar eru úrræðin fá ef að ekki fást læknar sem vilja starfa í þeirri liðsheild sem hér er.“ Málið strandi á því.

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718