Áhugahópur um framtíð Hríseyjar boðar til málþings laugardaginn 14. september nk. Umræðuefni fundarins verða m.a. atvinnumál, byggðaþróun, þjónusta við íbúa, samgöngur, sumarhús, afþreying, ferðaþjónusta, heilbrigðismál og umhverfismál svo fátt eitt sé nefnt.
Hópurinn hvetur alla til að mæta á fundinn og taka þátt í umræðum eða hlusta. Á fundinn hafa boðað komu sína fulltrúar úr bæjarstjórn Akureyrarbæjar og Einingu Iðju. Þingmönnum og fleirum hefur einnig verið boðin þátttaka.
Í tengslum við fundinn og störf hópsins hefur verið sett af stað skoðanakönnun á heimasíðunni hrisey.net sem allir eru beðnir að svara. Hún er ekki eingöngu fyrir Hríseyinga heldur alla áhugasama. Hægt er að nálgast útprentað eintak í Júllabúð í Hrísey.
-BÞ