Quantcast
Channel: akureyrivikublad.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718

Tókst að rota hnífamann eftir árás

$
0
0
Héraðsdómur Norðurlands Eystra

Héraðsdómur Norðurlands Eystra

Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt mann í 12 mánaða fangelsi vegna sérlega hættulegrar líkamsárásar. Maðurinn stakk 2. júní sl. annan mann með hnífi í síðuna vinstra megin og tvisvar sinnum í vinstri upphandlegg þannig að sauma þurfti saman.

Samkvæmt frumskýrslu og öðrum rannsóknargögnum barst lögreglunni á Húsavík tilkynning sunnudagsmorguninn 2. júní sl. kl. 08:03 um líkamsárás.  Kom fram í tilkynningunni að maður hefði verið stunginn með hnífi, að brotaþoli hefði slegið hnífamanninn í rot og að sjúkrabifreið hefði verið kvödd á vettvang. Ölvun kom við sögu.

Við meðferð málsins, fyrir dómi og hjá lögreglu, skýrði ákærði frá því að hann og brotaþoli hefðu verið góðir vinir og kannaðist ekki við að misklíð hefði verið með þeim. Brotaþoli staðfesti vináttuna en sagði misklíð hafa komið upp að loknum dansleik á sjómannadagshátíð.

Upp úr því upplifði hann sig í lífshættu eftir að vinur hans greip hníf og hóf árás. Í sjálfsvörn eftir hnífstungurnar hafi hann sparkað í brjóstkassa ákærða og ef til vill rekið hné sitt í andlit ákærða.

Ákærði er 27 ára og hefur ekki áður hlotið refsingu.

-BÞ


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718