Quantcast
Channel: akureyrivikublad.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718

Bláberja eftirréttur

$
0
0
Bláberja eftirréttur

Bláberja eftirréttur

Þessi eftirréttur er ótrúlega einfaldur. Í botninn er panna cotta með sýrðum rjóma, í miðjunni berjafrauð og ofan á dýrindis aðalbláber. Hvað er fullkomnara á haustdögum á Íslandi?

Uppskriftin er fyrir 4 stóra eftirrétti en er hægt að miða við 6 aðeins minni skammta.

Panna cotta

  • 2 dl rjómi
  • 3 msk sykur
  • 1 tsk vanilludropar
  • 3 blöð gelatín
  • 90 gr sýrður rjómi (1/2 dós)

Berjafrauð

  • 2.5 dl bláber
  • 1 msk sykur
  • 3 blöð gelatín
  • 1.5 dl rjómi, þeyttur
  • Bláber til skreytingar

Undirbúningur: 25 mínútur með bið
Kæling: 2 klst

Byrjaðu á að útbúa panna cotta, neðsta lagið. Leggðu matarlímsblöðin í disk með köldu vatni. Settu rjóma, sykur og vanilludropa í pott og láttu koma að suðu, slökktu undir og láttu kólna örlítið. Settu matarlímsblöðin út í og þeyttu vel saman.

Hrærðu nú sýrða rjómanum vandlega saman við. Skiptu á milli 4 eða 6 glasa og láttu kólna og stirðna inni í ísskáp.
Eftir u.þ.b. klukkustund geturðu útbúið frauðið.

Maukaðu 2.5dl af berjum í matvinnsluvél. Settu maukið í pott með sykri og láttu koma að suðu, sykurinn þarf að leysast upp og þetta þarf því ekki að sjóða. Láttu kólna. Leggðu matarlímsblöðin á disk í kalt vatn og þeyttu nú rjómann.

Hrærðu matarlíminu vel og vandlega saman við maukið. Þegar maukið hefur kólnað þá hrærirðu því varlega saman við þeytta rjómann svo að blandist vel. Helltu ofan á panna cotta lagið í glösunum. Settu inn í ísskáp og láttu stirðna. Það getur tekið stutta stund eða allt að 1 klst.

Þegar er komið að því að bera fram þá seturðu fersk ber ofan á glösin.

Njótið!

Helga Kvam
Allskonar.is


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718