Quantcast
Channel: akureyrivikublad.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718

Bæjarstjórn minnir Reykjavík á ábyrgð og skyldur höfuðborgarinnar

$
0
0

s_akureyri_logoBæjarstjórn Akureyrar ræddi í gær á fundi sínum um tillögu Reykjavíkurborgar um flutning Reykjavíkurflugvallar úr Vatnsmýrinni. Í bókun bæjarstjórnar er minnt á þá ábyrgð og skyldur sem höfuðborg landsins ber gagnvart landsmönnum öllum. „Greiðar flugsamgöngur landsbyggðarinnar til og frá Reykjavík eru forsenda þess að borgin geti gegnt hlutverki sínu sem höfuðborg landsins alls. Í höfuðborginni eru höfuðstöðvar stjórnsýslu Íslands auk fjölda opinberra viðskipta-, mennta-, menningar- og heilbrigðisstofnana sem eiga þar einnig sínar höfuðstöðvar. Með tillögunni er verið að rýra aðgengi fólks að þessari þjónustu,“ segir í bókun bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn Akureyrar lýsir yfir vilja sínum til frekari viðræðna við borgaryfirvöld um málið en „hvetur umhverfis- og skipulagsráð ásamt borgarstjórn Reykjavíkur til að hafa framangreind atriði í huga við umfjöllun og afgreiðslu tillagna“.

Bókunin var samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718