Laugardaginn 5. október verður haldið málþing um skáldkonuna Jakobínu Sigurðardóttur (1918-1994) og verk hennar í félagsheimilinu Skjólbrekku í Mývatnssveit. Dagskrá verður auglýst síðar en áhugafólk um bókmenntir, líf og verk Jakobínu er hvatt til að taka daginn frá.
Í tengslum við málþingið verður staðið fyrir leshring í Mývatnssveit í septembermánuði þar sem ýmis verk Jakobínu, sögur og ljóð, verða lesin og rædd. Ekki er nauðsynlegt að þekkja til verka Jakobínu; aðalatriðið er hafa gaman af að lesa og tala um bækur, segir í tilkynningu frá aðstandednum. Áætlað er að hópurinn hittist 4-6 sinnum í september, þátttaka er öllum að kostnaðarlausu en þó þarf að skrá sig til leiks fyrir fram.
Áhugasamir eru hvattir til að skrá sig í leshópinn hjá Ástu með því að senda tölvupóst á netfangið astakben@gmail.com eða hringja sem fyrst í síma 8681860.
-BÞ