Quantcast
Channel: akureyrivikublad.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718

Góð sjálfsmynd er mikilvæg

$
0
0
Daniel Ingi Kristinsson

Daniel Ingi Kristinsson

Léleg sjálfsmynd er oftast samferða lágu sjálfstrausti og litlu sjálfsöryggi. Einstaklingur með slíka sjálfsmynd getur farið á mis við margt og líður í mörgum tilfellum illa. Honum er illa við gagnrýni, á erfitt með að taka þátt í félagslífi, þorir ekki að virða skoðanir, vill ekki að athygli beinist að sér og vill þar af leiðandi helst vera ósýnilegur. Léleg sjálfsmynd getur einnig virkað hinsegin þ.e.a.s. allt er gert til að vera sýnilegur, viðkomandi dregur stanslaust að sér athyglina og hlustar ekki á aðra. Léleg sjálfsmynd getur haft áhrif á útlitsdýrkun en þá fer sjálfsmynd okkar að byggja á því hvað við höldum að öðrum finnist um útlit okkar. Útlitið fer að skipta óeðlilega miklu máli og við leggjum mikið á okkur til að þóknast öðrum hvað útlit varðar.

Góð sjálfsmynd getur hjálpað einstaklingum að taka ákvarðanir og ná markmiðum sínum. Þetta er mikilvægur þáttur í því að lifa góðu lífi og veitir okkur sjálfsöryggi og sjálfsþekkingu. Það sem felst einna helst í því að hafa góða sjálfsmynd er að vera jákvæður, bera virðingu fyrir kostum sínum og göllum og að hugsa á uppbyggjandi hátt. Sjálfsmynd barna ræðst mikið af þeirri framkomu sem þeim er sýnd. Foreldrar eru mikilvægur þáttur í að hafa áhrif á sjálfsmynd barna sinna og þeir geta byggt hana upp með því að sýna barninu ást og umhyggju án skilyrða, hrósa við réttar aðstæður, leiðbeina og leiðrétta á uppbyggjandi hátt og vera góð fyrirmynd.

Góð sjálfsmynd er mjög mikilvæg. Að sama skapi getur léleg sjálfsmynd haft afskaplega slæm áhrif á líf okkar. Einstaklingar með slæma sjálfsmynd eiga oft erfitt með að standa með sjálfum sér og standast þrýsting frá jafnöldrum sínum með því að segja nei. Vegna eigin vanlíðanar níðast þeir gjarnan á öðrum til að upphefja sjálfa sig og eru í meiri hættu með að lenda í áhættuhóp. Á sama hátt getur góð sjálfsmynd hjálpað einstaklingnum að taka sjálfstæðar ákvarðanir og ná markmiðum sínum. Þeir einstaklingar sem eru með góða sjálfsmynd virðast vera sáttari við sjálfa sig og lífið. Þeir búa yfir meiri lífsgleði, vellíðan og öðlast virðingu frá öðrum og fá þar af leiðandi athygli á jákvæðan hátt. Það er ekki alltaf sá sterkasti eða sá fljótasti sem sigrar. Sá sigrar sem segir við sjálfan sig „ég get.“

Daníel Ingi Kristinsson
Greinin er unnin upp úr málstofuverkefni sem nemendur 10. bekkjar Giljaskóla fluttu munnlega á heimatilbúnu málþingi í skólanum í febrúar.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718