Quantcast
Channel: akureyrivikublad.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718

Ungskáld á Akureyrarvöku

$
0
0
Hluti af Fríyrkjuhópnum

Hluti af Fríyrkjuhópnum

Laugardaginn 31. ágúst 2013 kl. 16:00 á Akureyrarvöku munu að minnsta kosti fimm ung ljóðskáld sem voru að gefa út bókina „Fríyrkjan I“ lesa upp í Flóru. Þau eru Agnes Ársælsdóttir, Bragi Björn Kristinsson, Kristófer Páll Viðarsson, Sólveig Matthildur Kristjánsdóttir og Stefán Ingvar Vigfússon og ef til vill mæta fleiri úr hópnum.

Fríyrkjan er skáldskaparhópur ungmenna á Íslandi sem bæði yrkja skáldsögur og ljóð. Hópurinn hefur aðeins verið starfandi síðan í sumar en þeirra fyrsta bók „Fríyrkjan I“ kom út fyrir menningarnótt og stefna þau á fleiri útgáfur í framtíðinni. Fríyrkjuna skipa, Adolf Smári Unnarsson, Agnes Ársælsdóttir, Almarr S Atlason, Aron Daði Þórisson, Auður Edda, Ágústa Björnsdóttir, Ásthildur Ákadóttir, Birnir Jón Sigurðsson, Bragi Björn Kristinsson, Ingólfur Eiríksson, Kristófer Páll Viðarsson, Laufey Soffía, Loki Rúnarsson, Marín Jacobsen, Matthías Tryggvi Haraldsson, Megan Auður, Ríkey Thoroddsen, Sólveig Matthildur Kristjánsdóttir, Steinunn Eldflaug Harðardóttir, Stefán Ingvar Vigfússon, Úlfar Örn Kristjánsson og Þorgrímur Kári Snævarr.
Hér má sjá frá upplestri ungskáldanna fyrir stuttu


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718