Quantcast
Channel: akureyrivikublad.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718

Talandi vefur styrktur

$
0
0
Brynhildur Þórarinsdóttir

Brynhildur Þórarinsdóttir

Úthlutun þróunarsjóðs námsgagna fyrir árið 2013 hefur farið fram. Sjóðnum bárust 144 umsóknir, samanlagðar fjárbeiðnir námu tæplega 190 millj. kr. en til ráðstöfunar voru um 43 millj. kr. Af Norðlendingum fékk Brynhildur Þórarinsdóttir, barnabókahöfundur og lektor við Háskólann á Akureyri, kr. 560.000 í styrk fyrir verkefnið „Talandi vefur“.

„Þetta er vefurinn minn um íslendingasögurnar, islendingasogur.is sem ég ætla að endurbæta þannig að hægt verði að hlusta á alla textana. Vefurinn er ætlaður grunnskólum en nýtist nemendum á öllum aldri sem og fólki sem vill rifja upp – enda galopinn. Þarna er stiklað á stóru um Njálu, Eglu og Laxdælu en einnig eru þarna upplýsingar um ritöld / bókagerð á miðöldum, söguöld / víkingatímann ásamt verkefnum og kennsluleiðbeiningum. Markmiðið fyrst og fremst að brúa bilið milli sagnaheims miðalda og barnaherbergja 21. aldar. Með hljóðskrám mun vefurinn gagnast öllum skólabörnum, hversu læs sem þau eru,“ segir Brynhildur.

Ýmis verkefni önnur, ekki síst á sviði félagsfræði, mannfræði, heimspeki og hugvísindum fengu styrk.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718