Quantcast
Channel: akureyrivikublad.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718

Fóru á sæþotum frá Ísafirði til Seyðisfjarðar

$
0
0

IMG_6242

Félagarnir Auðunn Svavar Guðmundsson og Jón Óli Ólafsson sigldu í vikunni á sæþotum frá Ísafirði til Seyðisfjarðar. Með þeim í för voru Finnur Aðalbjörnsson, Guðlaugur Már Halldórsson og Kristófer Finnsson en þeir sigldu á báti sem auk þess að þjóna öryggishlutverki var einskonar fljótandi bensínstöð en 2400 lítrum af bensíni var brennt í ferðinni.

Félagarnir eru allir frá Akureyri en Auðunn og Jón Óli eru búsettir í Reykjavík. „Við erum æskufélagar og ákváðum að gera þetta saman,“ sagði Finnur Aðalbjörnsson sem sigldi bátnum sem fylgdi þeim félögum á sæþotunum. „Það átti að fara hringinn um landið í fyrra og var lagt upp frá Jökulsárlóni og siglt til Ísafjarðar en þá var komið vont veður svo það var ákveðið að bíða með framhaldið og núna er búið að fara þessa leið frá Ísafirði til Seyðisfjarðar og svo verður haldið áfram síðar“.

Ferðin gekk mun betur en áætlað var en lagt var af stað frá Ísafirði kl. 8 um morguninn en kl. 18 var lent við Siglufjörð. „Við ætluðum á Borgarfjörð Eystri, en ákváðum að fara alla leið á Seyðisfjörð fyrst það gekk svona vel,“ segir Finnur. og bætir við að blæjalogn hafi verið þennan dag.

„Þetta var alveg stórkostlegt, við sáum borgarísjakann við Horn og hittum fullt af hvölum og höfrunum sem eltu okkur um tíma,“ segir Finnur en hér fyrir neðan má sjá myndir sem hann tók í ferðalaginu.

IMG_5982 (1) IMG_6287 IMG_6242 IMG_6222 IMG_6036 IMG_5982

Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718