Quantcast
Channel: akureyrivikublad.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718

Eigendur Samherja meðal ríkasta fólks landsins

$
0
0
Kristján Vilhelmsson

Kristján Vilhelmsson

Eigendur og stjórnendur útgerðarfyrirtækisins Samherja eru meðal auðugasta fólks landsins. Kristján Vilhelmsson trónir á toppnum á álagningarskrá ríkisskattstjóra og má leiða líkur að því að mánaðarlaun Kristjáns árið 2012 miðað við skattgreiðslur séu yfir 16 milljónir króna.

Kristján og kona hans Kolbrún Ingólfsdóttir greiða einnig mestan auðlegðarskatt á landingu og eru hreinar eigur þeirra, miðað við útreikning auðlegðarskatts rúmlega sex og hálfur milljarður króna.

Þorsteinn Már Baldvinsson sem einnig er einn af eigendum Samherja er þó ekki nema í 12 sæti á landslistanum og eru eignir hans reiknaðar vera rétt rúmlega 1,3 milljarður. Fyrrverandi eiginkona Þorsteins, Helga S. Guðmundsdóttir, er örlítið neðar á listanum eða í 17. sæti og er talin eiga rétt rúman milljarð í hreina eign en Helga á stóran hlut í Samherja.

Samherji hefur stækkað mikið frá því Kristján, Þorsteinn Vilhelmsson og  Þorsteinn Már keyptu fyrirtækið 1983 og er nú orðið alþjóðlegt stórfyrirtæki með 3.500 starfsmenn víða um heim. Þorsteinn Vilhelmsson seldi sig út úr Samherja árið 2000 en hann var aðeins fáeinum milljónum frá því að ná inn á listann yfir 25 ríkustu fjölskyldur landsins.

DV greinir frá ríkustu Íslendingunum í blaði sínu í dag.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718