Rúmlega 50 manns gengu í Druslugöngunni á Akureyri í dag í sól og blíðu. Göngufólk klæddist margvíslegum fatnaði allt frá því að vera í níðþröngum kjólum, á brjóstahöldum, gallabuxum, sumarkjólum og búrkum. Markmiðið með göngunni var að vekja athygli á því að gerandi beri alltaf ábyrgð á nauðgun en þolandi aldrei, sama hvernig fötum þolandinn klæðist eða hvað viðkomandi hefur haft fyrir stafni áður en nauðgunarárás er gerð.
Hér má sjá myndir frá göngunni sem Sólrún Sesselja Haraldsdóttir, Jónborg Sigurðardóttir og Björn Jónsson tóku. Smellið á mynd til að stækka













