Quantcast
Channel: akureyrivikublad.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718

Búast við miklum fjölda á Mærudaga

$
0
0
Frá Mærudögum

Frá Mærudögum

Nú í þessum töluðu orðum eru aðstandendur Mærudaga að tengja síðustu tenglana og negla síðustu naglana í undirbúningi þessarar stóru hátíðar sem fram fer árlega á Húsavík. „Brennan er komin á sinn stað við suðurfjöru og nú bara bíðum við eftir sólinni og fólkinu,“ segir Andri Birgisson annar af verkefnastjórum Mærudaga og segir undirbúning hátíðarinnar hafa gengið mjög vel enda hafi hann hafist tímanlega.

„Mærudagar er fjölskyldu og menningarhátíð og við reynum að halda alltaf tengingunni við svæðið,“ segir Andri og bendir sem dæmi á að ekki séu fengnar stórar hljómsveitir til að trekkja að heldur séu allar hljómsveitir sem spila tengdar svæðinu á einn eða annan hátt. „Það er erfitt að áætla gestafjöldann en við reiknum með á milli 6-7000 manns. Það fer mikið eftir veðrinu en það er alltaf viss kjarni af fólki sem kemur, það eru brottfluttir Húsvíkingar, ættingjar, fólk sem er að ferðast hér um svæðið og á leið í gegnum bæinn.“

Á Mærudögum þrefaldast íbúafjöldi bæjarins en nóg pláss er fyrir gesti því tvö auka tjaldsvæði eru sett upp fyrir hátíðina, eitt fyrir unga fólkið og svo sérstakt fjölskyldutjaldsvæði. „Það er 18 ára aldurstakmark á öllum tjaldsvæðunum og þar er mjög mikil gæsla, sem og á hátíðinni allri,“ segir Andri

Meðal viðburða sem hafa fest sig í sessi á Mærudögum eru hrútasýning, tívolí, hafnarmarkaður Völsungs og fleira en einnig má nefna myndlistar- og ljósmyndasýningar, plötusnúðasmiðju, leiksýningar, ýmsar íþróttakeppnir og ekki síst lifandi tónlist í miklum mæli.

Bænum er að vanda skipt upp í þrjú hverfi sem hvert hefur sinn einkennislit og ef að líkum lætur munu íbúar ekki spara skreytingarnar. En inni í hverfunum fara einnig fram skemmtiatriði og má þar sérstaklega nefna Tónleika heima í garði á fimmtudagskvöld þar sem hverfin bjóða upp á lifandi tónlist fyrir gesti og gangandi en einnig verður skrúðganga úr hverfunum og keppni milli hverfa.

Dagskrá Mærudaga í heild sinni má skoða hér ásamt upplýsingum um aðgangseyri inn á viðburði.

Fimmtudagur:
12:00
Naustið Trúbador stemning
16:00 – 20:00 Suðurfjara Strandblakmót Landsbanka
17:00 Skrúðgarður v/Kvíabekk Útijóga og gönguhugleiðsla
17:00 Naustið Axel Flóvent Lifandi mærufílingur
20:00 Samkomuhúsið Vísnakvöld Kveðanda
20:00 – 23:30 Hafnarstétt Tívolí, hoppukastali, skotgámur, markaðir, leiktæki og almenn mærustemning.
20:00 Tónleikar heima í garði
Appelsínugula hverfið: Frímann og Hafliði í Sólbrekku 7
Bleika hverfið: Ármann Örn og Davíð Helgi í Hjarðarhóll 2
Græna hverfið: Bóas og Dóra Í Ásgarðsvegi 15
20:30 Safnahúsið Þorvaldur Már Guðmundsson gítarleikari og George Claassen slagverksleikari leika Spænska flamenco tónlist á flamenco gítar og cajon.
21:00 Naustið Siggi Illuga heldur uppi fjörinu
22:00 Gamli Baukur Mærubarsvar
22:00 – 01:00 Pakkhúsið Frímann kokkur og Hafliði Jósteins halda uppi stemningunni á með lifandi tónlist.
23:00 Naustið 76 mafían

Föstudagur:

11:30 Salka Lifandi tónlist og mærustemning
12:00-13:00 Verkalýðssalurinn – Stéttarfélagið Framsýn verður með opið hús  og kynnir atvinnulíf í Þingeyjasýslum. Kaffi og kökur í boði. Allir velkomnir
12:00 Naustið Trúbador stemning
12:00 – 14:00 Bakaríið Lifandi tónlist. Dúettinn Easy ætlar skemmta gestum og gangandi
13:00 Gamli Baukur /Café Skuld Lifandi tónlist og mærustemning. Axel Flóvent ofl.
14:00-18:00 Laser Tag / Geislastríð Skógur fyrir ofan Skálabrekku
13:00 – 23:30 Hafnarstétt Tívolí, hoppukastali, skotgámur, markaðir, leiktæki og almenn mærustemning
16:00 – 17:30 Ásgarðsvegur Paintball – Litabolti Hverfamótið í litabolta. Bleika, Græna og Appelsínugula hverfið munu keppa sín á milli í litabolta. Hvaða hverfi mun lyfta Hverfisbikarnum 2013?
17:00 Naustið – Héðinn B – Hitað upp fyrir kvöldið
17:00 – 19:00 Frímúrarahúsið/Garðarsbraut 62 Málverkasýning sr. Sighvatur Karlsson sýnir olíumálverk sem máluð voru 2011 – 2012. Sölusýning, heitt á könnunni og allir velkomnir
17:30 -19:30 Í hverfum:
Appelsínugulir kl 17:30 við Sundlaug (grill og stemning)
Grænir kl 18:30 í Skrúðgarð (tónlist, almennt sprell og andlitsmálning)
Bleikir kl 18:30 á Hjarðarholtstún / Jónasartún (tónlist, almennt sprell og andlitsmálning)
18:00 Íþróttavöllur Völsungur – Keflavík Leikur hjá mfl. Kvenna í knattspyrnu.
19:30 Skrúðganga frá hverfum niður á hafnarstétt
20:00-20:30 Hafnarstétt Ávarp/setning/hverfin með atriði
20:30-23:30 Hafnarstétt Harmonikkuleikur/Axel Flóvent/Rokktónleikar / Dj Viktor Birgiss Tónleikar á stórasviðinu
20:30-23:00 Hafnarstétt Tívolí, hoppukastali, skotgámur, markaðir, leiktæki og almenn mærustemning Líf og fjör á hafnarstéttinni
21:00 Íþróttahöll Ljótu Hálfvitarnir Útgáfutónleikar. Aðgangseyrir 2.000 kr.
21:00 Naustið Stebbi Jak og Ottó Páll Spila og syngja af sinni alkunnu snilld
23:00 Naustið Hot Mess Bóas og félagar halda uppi stuðinu
23:00 – 03:00 Pakkhúsið Jón Víkingsson Heldur uppi stuðinu. Frítt inn.
00:00 – 03:00 Gamli Baukur SOS tryllir lýðinn fram eftir nóttu.

Laugardagur 27. júlí 2013
08:00 Katlavöllur Opna-Norðlenska Mærudagamót GH. Skráning á www.golf.is
08:00 – 14:00 Bókabúðin Ljósmyndamaraþon Skilafrestur á skemmtilegustu mærudagsmyndinni er í Bókabúðinni til kl 14.
11:30 Salka Lifandi tónlist og góð stemning
12:00 Naustið Diddi Hall mundar nikkuna
12:00-13:00 Verkalýðssalurinn Opið hús – stéttarfélagið Framsýn verður með opið hús í Verkalýðssalnum. Atvinnulíf í Þingeyjarsýslum kynnt. Kaffi og kökur í boði. Allir velkomnir
12:00-13:00 Botnsvatn Botnsvatnshlaup Landsbanka
18:00 Miðbær Verslanir opnar lifandi tónlist og mærustemmari
13:00 Gamli Baukur / Café Skuld Lifandi tólist yfir daginn. Axel Flóvent ofl.
13:00 Húsavíkurkirkja Tónleikar „Heyr, himna smiður“ Sigurður Flosason (saxófónar) og Gunnar Gunnarsson (orgel) flytja íslensk sálmalög í eigin útsetningum.
13:00 Orkuskálinn Mótorhjálasýning Náttfara Eftir sýningu munu Náttfaramenn fara hópferð um bæinn.
13:00 Húsavíkurkirkja/sunnan við Söguganga með Hafliða Jósteins sem fer með fólk í gegnum bæinn og sögu hans.
13:00 Skrúðgarður Leikhópurinn Lotta Gilitrutt – Leiksýning í boði Íslandsbanka.
13:00-14:00 Skansinn Hrútasýning Hrútasýning fjáreigendafélags Húsavíkur
13:00 – 15:00 Dj smiðja – Dj Viktor Birgiss  Plötusnúðasmiðja fyrir fólk á öllum aldri. Í smiðjunni geta áhugasamir komið og fengið smá örkennslu í plötusnúðamennsku nútímans.
13:00 – 19:00 Skógurinn við Skálabrekku Laser Tag / Geislastríð
13:00-18:00 Hafnarstétt og/eða Verbúðir Spákona Ásdís Kolbrún Jónsdóttir spákona mun spá í bolla
13:00-18:00 Hafnarstétt Hafnarmarkaður Völsungs
13:00-23:30 Hafnarstétt Tívolí, hoppukastali, skotgámur, markaðir, leiktæki og almenn mærustemning Líf og fjör á hafnarstéttinni
14:30 Íslandsbanki Krakkahlaup Íslandsbanka Fyrir 10 ára og yngri. Rásmark við Íslandsbanka. Ekkert þátttökugjald. Allir fá verðlaun. Leikhópurinn Lotta stýrir hlaupinu.
16:00 Íþróttavöllur Völsungur – Tindastóll Mfl. Karla í knattspyrnu.
16:45 Íþróttavöllur Gæðasýning Grana. Í hálfleik hjá Völsingi – Tindastóll
17:00 Naustið Bóas Lifandi tónlist
17:00 – 19:00 Frímúrarahúsíð/Garðarsbraut 62 Málverkasýning sr. Sighvatur Karlsson sýnir olíumálverk sem máluð voru 2011 – 2012. Sölusýning, heitt á könnunni og allir velkomnir
17:00 Skrúðgarður Leikhópurinn Lotta Gilitrutt – Leiksýning í boði Íslandsbanka.
21:00 Suðurfjara Fjölskyldusamkoma. Brenna og fjöldasöngur.
22:00-00:00 Hátíðarsvið Hot Mess/ Blautu Mærukarlarnir/ The Hefners
23:00 Naustið Frímann kokkur, Hafliði Jósteins og gestir halda uppi stemningunni með lifandi tónlist ásamt gestum.
23:00 – 03:00 Pakkhúsið Jón Víkingsson Heldur uppi stuðinu.
00:00 – 03:00 Gamli baukur Emmsjé Gauti og félagar Klikkað stuð.

Sunnudagur 28. júlí 2013

10:00 – 18:00 Safnahúsið Úr Sillasafni: „Húsavík að liðnum 1100 árum frá fyrstu byggð.“ Skyggnimyndasýning Sigurðar Péturs Björnssonar þar sem Húsavík er skoðuð í máli og myndum 1973. Einnig eru fleiri sýningar í gangi.
11:00 – 12:00 Skrúðgarður v/Kvíabekk Mærumessa við Kvíabekk Sóknarprestur þjónar og Sigurður Hallmarsson leikur á harmonikku
15:00 – 16:00  Mæruhlaupið – Krakkar yngri en 12 ára hlaupa og finna hús sem merkt eru með hvítri veifu og safna mæru

 

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718