Um klukkan hálfátta í kvöld varð árekstur tveggja bíla á Hlíðarbraut á Akureyri. Báðir bílstjórar og farþegi í öðrum bílnum voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar og skoðunar en ekki er vitað um líðan þeirra.
Loka þurfti götunni um tíma á meðan löregla og björgunarmenn unnu á vettvangi en báðir bílarnir voru fjarlægðir með kranabíl.