Í síðustu viku lengdust Vaðlaheiðargöngin um 64 metra og þá er alls búið að bora 121 metra af 7.170, þetta nemur 1,7% af heildarlengd gangnanna.
Á Facebooksíðu gangnagerðarmanna segir að aðstæður í göngum í síðustu viku hafi verið góðar vinna því gengið vel. Beðist hefur verið afsökunar af ónæði og óþægindum af vinnu við göngin en borið hefur á því að sprengt sé síðla kvölds og jafnvel um nætur. „Á næstu vikum verður skipt um sprengiefni, skemmur reistar fyrir framan göng, lofttúpa sett í loft ganga og er reiknað með að allar þessar aðgerðir muni draga úr hávaða frá sprengingum,“ segir á síðunni.