Quantcast
Channel: akureyrivikublad.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718

Söngrölt og fiðrildarannsóknir í Ásbyrgi

$
0
0
Varðeldur verður tendraður í Ásbyrgi um verslunarmannahelgina

Varðeldur verður tendraður í Ásbyrgi um verslunarmannahelgina

Fimmtudagskvöldið 25. júlí  verður farið í söngrölt um Ásbyrgi. Rölt verður um innsta hluta Ásbyrgis og ljúfir tónar göngufólks munu bergmála frá hamraveggjum. Lagt verður af stað frá bílastæðinu innst í Ásbyrgi kl. 20.30 og tekur röltið um 1-1,5 klst.

Fetar, yglur og vefarar eru dæmi um mismunandi ættir fiðrilda. Þriðjudagskvöldið 30. júlí mun Aðalsteinn Örn Snæþórsson líffræðingur kynna niðurstöðu fiðrildarannsókna sem farið hafa fram í Ásbyrgi síðustu fimm árin. Þá gefst þátttakendum færi á að fara í stutta göngu að sýnatökustað og taka þátt í söfnun fiðrildanna. Dagskráin hefst á tjaldsvæðinu í Ásbyrgi kl. 20.30 og tekur um 1,5-2 klst.

Það hefur verið mikil umferð ferðamanna í Ásbyrgi upp á síðkastið en Charlotta Englund, aðstoðarmaður þjóðgarðsvarðar segir allt ganga vel og góð stemmning sé á svæðinu. Hún segir mikinn fjölda innlendra ferðamanna hafa verið á svæðinu í veðurblíðunni síðustu daga og segir fjölda innlendra ferðamanna sveiflast mikið eftir veðri en straumur erlendu ferðamannanna sé mun stöðugri.

Um verslunarmannahelgina munu landverðir sjá um ratleik fyrir fjölskylduna í Ásbyrgi. Fyrsta vísbending fæst í Gljúfrastofu. Á laugardagskvöldinu kl. 20.30 verður kveiktur varðeldur rétt norðan við tjaldsvæðið í Ásbyrgi. „Notaleg fjölskyldustund þar sem við syngjum saman við varðeldinn,“ segir í tilkynningu.

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718