Quantcast
Channel: akureyrivikublad.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718

4500 manns á Húnatónleikunum

$
0
0
Vel var tekið á móti Húna II þegar skipið sigldi inn Eyjafjörðin í fylgd fjölda báta. Mynd af vef Akureyrarbæjar

Vel var tekið á móti Húna II þegar skipið sigldi inn Eyjafjörðin í fylgd fjölda báta. Mynd af vef Akureyrarbæjar

Talið er að um 4.500 manns hafi verið við Torfunefsbryggjuna þegar Áhöfnin á Húna hélt þar tónleika á laugardagskvöldið. Veðrið lék við tónleikagesti og notaleg fjölskyldustemning ríkti á meðal fólks. Þetta voru lokatónleikar Áhafnarinnar á Húna en hún hefur nú siglt með Húna II hringinn í kringum landið í júlí og haldið alls 16 tónleika á 18 dögum.

Vel var tekið á móti Húna II þegar hann lagðist að Torfunefsbryggju kl. 12 á laugardaginn. Bátar og minni skip fylgdu honum síðustu metrana þegar siglt var inn Eyjafjörðinn og fjöldi fólks stóð á bryggjuna til að fagna komunni. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, bauð alla velkomna og afhenti gjafir í tilefni dagsins; Akureyrarfána til þess að flagga á skipinu og ljósmyndabókina Akureyri, eftir Önnu Fjólu Gísladóttur og Gísla B. Björnsson.

Frá þessu er sagt á vef Akureyrarbæjar og þar má sjá myndir frá tónleikunum


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718