Á morgun, þriðjudaginn 23. júlí, kl 19:00, mun Dalvík/Reynir leika minningarleik gegn Magna frá Grenivík á Dalvíkurvelli.
Leikurinn verður í minningu um Hans Ágúst Guðmundsson Beck sem lést í hræðilegu bílslysi þann 26. mars 2012. Hansi var markvörður Dalvíkur/Reynis og skildi hann eftir sig eiginkonu og tvö börn.
Ágóði af leiknum rennur óskiptur til fjölskyldu Hansa.
Dalvík/Reynir vill hvetja fólk til þess að mæta á svæðið og taka þátt í þessu með þeim. Frjáls framlög verða við innganginn.
Styrktarreikningur Hansa er sem hér segir:
Rkn: 0565-14-402483
Kt: 190883-5239