Quantcast
Channel: akureyrivikublad.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718

Konur 80% útskriftarnema við HA

$
0
0
Útskriftarnemar á hug- og félagsvísindasviði

Útskriftarnemar á hug- og félagsvísindasviði

Í dag voru 289 kandídatar brautskráðir á Háskólahátíð Háskólans á Akureyri. Háskólaárið 2012-2013 stunduðu um 1600 nemendur nám á þremur fræðasviðum við Háskólann á Akureyri. 132 útskriftarnemar höfðu verið í staðarnámi en 101 í fjarnámi og 56 í lotunámi.

Skipting kandídata eftir fræðasviðum er eftirfarandi:
Heilbrigðisvísindasvið: 70
Hug- og félagsvísindasvið: 134
Viðskipta- og raunvísindasvið: 85

Konur eru í miklum meiri hluta þeirra sem brautskráðust en fjórir af hverjum fimm útskriftarnemendum eru konur eða 224 á móti 65 körlum. Stefán B. Sigurðsson, rektor Háskólans, kom inn á þetta í ræðu sinni og taldi óheillavænlega þróun og segir nýlegar tölur sýna að í aldursflokknum 25-29 ára hafi rúmlega 40% kvenna lokið háskólamenntun en einungis rúmlega 20% karla. „Þetta er umhugsunarverð þróun og algjör nauðsyn að bregðast við henni,“ sagði rektor í ræðu sinni.

Viðurkenningu fyrir  góðan námsárangur í grunnnámi hlutu eftirtaldir:
Auðlindafræði – Margrét Eva Ásgeirsdóttir
Félagsvísindi – Hildur Friðriksdóttir
Kennarafræði – Ruth Margrét Friðriksdóttir
Hjúkrunarfræði – Heiða Berglind Magnúsdóttir
Iðjuþjálfunarfræði –  Lena Rut Olsen
Lögfræði – Elísabet Líf Magnúsdóttir
Viðskiptafræði – Steinar Örn Stefánsson

Þá var Sigrúnu Sveinbjörnsdóttur prófessor við félagsvísindadeild veitt viðurkenning fyrir afburða frammistöðu í starfi sem ekur gæði náms og kennslu.

Góðvinir Háskólans á Akureyri, félag brautskráðra nemenda við HA og annarra velunnara háskólans veittu viðurkenningar til þeirra nemenda sem hafa verið ötulir í því að starfa í þágu háskólans svo sem með nefndarsetum og við kynningarstarf. Fjórir hlutu heiðursverðlaun Góðvina að þessu sinni, þau Dagný Linda Kristjánsdóttir (iðjuþjálfunarfræði), Justyna Wróblewska (sálfræði), Hafrún Dögg Hilmarsdóttir (sjávarútvegsfræði) og Kristín Baldvinsdóttir (viðskiptafræði).

Að brautskráningu lokinni í Íþróttahöllinni buðu Háskólinn á Akureyri og Góðvinir HA til móttöku í hátíðarsal háskólans á Sólborg. Þar veittu bæjarstjóri Akureyrar og stjórnarformaður KEA styrki úr Háskólasjóði KEA. Hæsta styrkinn, upphæð 700.000 kr., hlaut Oddur Vilhelmsson, prófessor við auðlindadeild fyrir verkefnið Alfapróteógerlar og veirur þeirra úr Jökulsá á Fjöllum

Önnur verkefni sem hlutu styrki voru:

Nýr flötur - Viðskipta- og raunvísindasvið – Rannveig Björnsdóttir - Kr. 300.000,-

Áhrif ACE hamlara og Angiotensin II antagonista á samdrátt slagæðlinga í sjónhimnu – Hug- og félagsvísindasvið –  Ársæll Már Arnarsson – Kr. 400.000,-

Hverastrýturnar í Eyjafirði – Lífríkið neðansjávar - Viðskipta- og raunvísindasvið – Hreiðar Þór Valtýsson - Kr. 400.000,-

Netávani  íslenskra unglinga og forvarnir - Hug- og félagsvísindasvið  – Kjartan Ólafsson og Ólína Freysteinsdóttir - kr. 400.000,-

Samfélagslegt hlutverk háskóla - Hug- og félagsvísindasvið  – Trausti Þorsteinsson - kr. 500.000,-

Sjónvarpsþáttur Ara Trausta - Markaðs og kynningarsvið –  HA - kr. 500.000,-

Röntgentækni til greiningar á frumefnainnihaldi þangs - Viðskipta- og raunvísindasvið – Ásta Margrét Ásmundsdóttir - kr. 600.000,-

Viðurkenningar fyrir góðan námsárangur hlutu eftirtaldir:
Viðskipta- og raunvísindasvið: Kristín Baldvinsdóttir Kr. 50.000,-
Heilbrigðisvísindasvið: Heiða Berglind Magnúsdóttir Kr. 50.000,-
Hug- og félagsvísindasvið: Ruth Margrét Friðriksdóttir Kr. 50.000,-

útskriftarnemar á viðskipta- og raunvísindasviði

útskriftarnemar á viðskipta- og raunvísindasviði

Útskriftarnemar á heilbrigðisvísindasviði


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718