Á undanförnum dögum hafa starfsmenn á vegum Akureyrarbæjar unnið hörðum höndum við að klára göngu og útivistarstíginn meðfram drottningarbraut. Nú þegar búið er að malbika hann er er orðið hægt að komast leiðar sinnar á malbiki frá kaupvangsstræti og inn fyrir flugvöll.
Við hönnun stígsins frá kaupvangsstræti og innað Nökkva vildi hönnuðurinn Arnar Birgir Ólafsson landslagsarkitekt ekki glata eiginleikum strandarinnar og halda í ölduhljóðin og fuglalífið auk þess að leyfa fólki að komast niður í sandfjöru og nánd við sjóinn og dýraríkið sem honum fylgir.
Á myndinni sem fylgir má sjá annarsvegar jarðýtu þar sem listaverk á að koma og hins vegar bil í stígnum fyrir brú sem mun klárlega veita stígnum rómantískan blæ.
Til stóð að listaverkið yrði utar í sjónum en þegar byrjað var að koma með efni úr vaðlaheiðargöngum og fylla í leiðina kom brátt í ljós að of djúpt er víða og þurfti stundum að flytja stíginn nær götunni og listaverkið sömuleiðis.
Til stendur að opna stíginn formlega á samgönguviku um miðjan september og á það vel við þar sem hann hefur iðað af mannlífi undanfarna daga hvort sem fólk er fótgangandi, línuskautandi, hjólandi eða skokkandi
↧
Útivistarperla í innbænum
↧