Quantcast
Channel: akureyrivikublad.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718

Samhjól á Akureyri í roki og rigningu

$
0
0

IMG_7917

Hjólreiðafélag Akureyrar hélt í samtarfi við Jötunvélar, umboðsaðila TREK á norðurlandi Samhjól. „Hjá okkur gengur Samhjól útá að fyrirtæki bjóða hjólreiðafólki í fyrirlestra, grill og góðan hjólatúr“ samkvæmt Vilbergi Helgasyni hjá Hjólreiðafélagi Akureyrar.
Í dag voru fyrirlesarar ekki af verri gerðinni því Guðmunur Haukur hjá Mannvit fjallaði um stígakerfið á Akureyri og pælingar varðandi Hjólastíga sem hannaðir voru fyrir bæinn fyrir hrun.
Brynhildur Pétursdóttir alþingismaður fjallaði svo um aðstæður til hjólreiða á Akureyri, hennar sýn á hjólreiðar í bænum og hvað mætti bæta. Nefndi Brynhildur þónokkur atriði sem úr urðu skemmtilegar umræður í kjölfarið.
Vilberg Helgason kom svo frá Hjólreiðafélagi Akureyrar og þakkaði á fimmta tug gesta komuna að hlýða á fyrirlestrana og fjallaði svo um fyrir hvað Hjólreiðafélag Akureyrar stæði og hvað það ætlaði sér.
Síðar fóru þeir 27 sem mætt höfðu á hjólum í 9 metrum af norðanátt og rigningu af stað og hjóluðu hringinn í kringum Akureyri eftir leiðsögn frá Dúa Ólafssyni hjá HFA og enduðu svo aftur upp í Jötunn vélum þar sem vel var tekið á móti öllum með grilluðum pylsum.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718