Quantcast
Channel: akureyrivikublad.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718

Styttist í hjólamót

$
0
0

Á morgun, föstudaginn 18. júlí, fer fram Gangakeppni Hjólreiðafélags Akureyrar og er hún jafnframt fyrsta keppnin af þremur sem félagið stendur fyrir dagana 18.-19. júlí. Klukkan 17 leggja þátttakendur af stað frá Siglufirði og hjóla til Akureyrar, m.a. í gegnum fjögur göng – Strákagöng, Héðinsfjarðargöng I, Héðinsfjarðargöng II. Drykkjarstöð verður á Dalvík.

Sniðmynd

Sniðmynd af leiðinni frá Siglufirði til Akureyrar

Rásnúmer verða afhent frá kl. 15 á Siglufirði og geta allir keppendur fengið far með rútu frá Akureyri til Siglufjarðar að móti loknu.

Á laugardaginn munu þátttakendur svo spreyta sig á fjallahjólabrautinni í Kjarnaskógi þegar hjólað verður frá Fálkafelli og áleiðis í skóginn auk þess sem verður hægt að fylgjast með hjólagörpum keyra niður tröppurnar hjá Akureyrarkirkju.

Skipuleggjendur hafa unnið hörðum höndum við að bæta og gera við brautina í Kjarnaskógi í júlímánuði og hafa þar m.a. bætt við brúm:

Viðgerð2

Vinna í fullum gangi. Mynd af vef Hjólreiðahelgarinnar.

Um 40 manns munu taka þátt í Gangakeppninni, 15 hafa skráð sig í fjallahjólakeppnina og eins og staðan er í dag ætla 10 að bruna niður kirkjutröppurnar, segir Vilberg Helgason, mótsstjóri.

- EMI

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718