Quantcast
Channel: akureyrivikublad.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718

Vilt þú ættleiða júdódýnu?

$
0
0
draupnir

Júdódeildin hefur flutt sig um set

Í lok maí síðastliðnum hófust miklir flutningar hjá Júdódeild Draupnis á Akureyri. Deildin flutti starfsemi sína í nýtt húsnæði í Sunnuhlíð og verður nýi æfingasalurinn um 220 fermetrar, töluvert stærri en sá sem æft var í við Skólastíg og áður í KA-heimilinu. Bæjarbúum hefur verið leyft að fylgjast með þróun mála á vef íþróttafélagsins á samfélagsmiðlum.

Þann 21. maí síðastliðinn lagði formaður ÍBA fram erindi til íþróttaráðs þar sem hann óskaði eftir aðkomu Akureyrarbæjar við kostnað nýs æfinga- og keppnisbúnaðar fyrir íþróttafélagið í nýju aðstöðunni í Sunnuhlíð. Erindið var tekið fyrir á fundi ráðsins þann 10. júlí síðastliðinn og vísaði íþróttaráðið þá erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir starfsráðið 2015. Jafnframt var forstöðumanni íþróttamála, formanni íþróttaráðs og Sigurjóni Jónassyni Æ-lista falið að vinna málið áfram með ÍBA og Draupni.

Nú biðlar Draupnir því til fyrirtækja og einstaklinga á Akureyri um aðstoð við að fjármagna m.a. dýnur. „Það iðka um 120 einstaklingar júdó og við eigum þegar þó nokkra Íslandsmeistara. Við höfum fulla trú að með tímanum getum við orðið öflugt félag sem getur tekið á sveiflum sem þessum þó svo að slík staða sé ekki uppi núna. Annars hefðum við bara séð um þetta sjálf,“ skrifar stjórn Draupnis á vef sínum.

Hver dýna kostar 6000 krónur og félagið þarf nú um 220 slíkar. „Vilt þú „ættleiða“ eða fjármagna eina júdódýnu?“ spyr íþróttafélagið…

Reikningur er 565-26-550109 og kennitala 550109-1310

-EMI

Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718