Quantcast
Channel: akureyrivikublad.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718

Falsaði undirskrift mömmu og ömmu

$
0
0
Héraðsdómur Norðurlands Eystra

Héraðsdómur Norðurlands Eystra

Ungur maður hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið sakfelldur fyrir skjalafals með því að hafa falsað nöfn mömmu sinnar og ömmu sem sjálfskuldaábyrgðaraðila þegar gefið var út skuldabréf að fjárhæð kr. 800.000. Þetta var vegna greiðslumats en skjölin voru notuð í viðskiptum við Landsbanka Íslands, útibúið á Akureyri.

Maðurinn viðurkenndi brotið og lýsti iðrun. Héraðsdómur dæmdi hann í 60 daga skilorðabundið fangelsi.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718