Akureyrarhlaup Íslenskra verðbréfa og Átaks fór fram í gær. Rúmlega 200 hlauparar tóku þátt „og létu þeir ekki nokkra regndropa og smávegis gust trufla sig“ eins og segir á vef hlaupsins. Meðal þeirra voru Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri og Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður ÍBA. Eiríkur Björn hafði skorað á Geir Kristinn í hlaup og hafði sá fyrrnefndi betur að þessu sinni. Jón Óskar Ísleifsson náði mynd af Eiríki með verðlaunapening eftir sprettinn…
Þorbergur Ingi Jónsson og Rannveig Oddsdóttir urðu Íslandsmeistarar í hálfu maraþoni karla og kvenna. Í 10 km hlaupi sigraði Kári Steinn Karlsson í karlaflokki og Sonja Sif Jóhannsdóttir í kvennaflokki. Í 5 km hlaupi urðu Sæmundur Ólafsson og Eva Einarsdóttir hlutskörpust.
Öll úrslit má sjá hér.
- EMI