Quantcast
Channel: akureyrivikublad.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718

Nýr ráðherra hlynntur Nubo?

$
0
0
Ragnheiður Elín Árnadóttir

Ragnheiður Elín Árnadóttir

Breska blaðið Financial Times veltir því upp í grein á heimasíðu sinni hvort ráðherraskipti á Íslandi muni þýða aukinn framgang hjá Kínverjanum Huang Nubo, en hann hefur sótt um land undir starfsemi sína á Grímsstöðum á Fjöllum.

Financial Times fjallar í greininni um áhuga Kínverja á Íslandi og heimskautasvæðinu. Blaðið bendir á að Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hafi í ekki alls fyrir löngu sagst hlynnt fjárfestingu Nubo. Ráðherrann muni að öllum líkindum ákveða næstu skref í málum Kínverjans. Í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar sá Ögmundur Jónasson að mestu um mál Kínverjans og lýsti ítrekað efasemdum.

Greinin fjallar um aukin samskipti Kína og Íslands en ekki síst þátttaka kínverska olíufyrirtækisins Cnooc sem vill kanna olíu og gas á Drekasvæðinu, ásamt íslenska olíufélaginu Eykon Energy, hefur vakið athygli út fyrir landsteinana. Financial Times setur þann áhuga í samhengi við að aðeins er mánuður liðinn síðan Kína var gert að fullgildum áheyrnarfulltrúa í heimskautaráðinu. Einnig sé stutt síðan gerður var fríverslunarsamningur milli Íslands og Kína. Aðstæðurnar geti opnað fyrir fyrstu skref Kína í olíuleit á norðurslóðum.

Á heimskautasvæðinu er áætlað að finna megi töluverðan hluta af olíubirgðum heimsins. Með bráðnun ísa opnast skipaflutningaleiðir sem geta stytt vegalengdina milli Asíu og Evrópu verulega.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718