Quantcast
Channel: akureyrivikublad.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718

Enn bíður Danmörk

$
0
0
ss

Fyrsta flug til Danmerkur er nú áætlað 16. júlí næstkomandi

Greint var frá því í lok maí síðastliðnum að flugfélagið Greenland Express myndi hefja beint flug milli Akureyrar og Danmerkur í júní og bjóða upp á ferðir til Kaupmannahafnar og svo áfram til Álaborgar.

Upphaflega var stefnt að því að hefja flug 11. júní. Síðan var fyrsta fluginu frestað til 25. júní, m.a. vegna seinkunar á afhendingu véla og uppsetningu bókunarkerfis. Ekki var þó flogið í lok júní og fluginu frestað í annað sinn til 2. júlí. Í samtali við Viðskiptablaðið skýrði forstjóri Greenland Express frestunina með því að leyfi hafi ekki verið tilbúin til þess að lenda á flugvellinum á Akureyri.

Vefurinn hefur heimildir fyrir því að fluginu verði nú frestað í þriðja sinn. Ástæðan er að fáir farþegar höfðu bókað far. Stefnan er nú sett á að flogið verði frá Akureyri þann 16. júlí næstkomandi.

Á síðu flugfélagsins er nú hægt að panta ferðir í júlí, ágúst, september og október. Eins og áður hefur komið fram er eitt af meginmarkmiðum Greenland Express að bjóða upp á samkeppnishæfa þjónustu. Í því felst m.a. að meðalverð á flugi frá Keflavík til Kaupmannahafnar annars vegar og frá Akureyri til Kaupmannahafnar hins vegar verði sambærilegt. Ef pantað er flug með tveggja mánaða fyrirvara, í október, er enn hægt að næla sér í miða á rúmar 40.000 krónur aðra leið…

-EMI


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718