Quantcast
Channel: akureyrivikublad.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718

N4 fær tíu milljóna byggðagreiðslu

$
0
0

_D5A8831Sjónvarpsmiðillinn N4 á Akureyri fær tíu milljónir króna af opinberu fé til að vinna að bættri ímynd NA-lands. Þorvaldur Jónsson, framkvæmdastjóri N4, staðfestir þetta. „Það gleður starfsmenn N4 að Eyþing sjái sóknarfæri í samstarfi við fyrirtækið,“ segir Þorvaldur.

Í sóknaráætlun fyrir Norðurland eystra 2013 er sérkafli sem lýtur að fjölmiðlun. Þar er tíundað mikilvægi þess að efla fjölmiðlun á svæðinu. Hryggjarstykkið í þeirri vinnu virðist að N4 fær 10 milljónir króna í styrk af opinberu fé tilað bæta ímynd svæðisins.

Eftir því sem blaðið kemst næst greiðir Eyþing, samtök sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu hluta fjárhæðarinnar en hluti kemur frá ríkinu. Formaður Eyþings er Geir Kristinn Jónsson en hann er jafnframt forseti bæjarstjórnar Akureyrarbæjar, stærsta viðskiptavinar N4. Stöðin fær meðal annars tekjur af því að sjónvarpa bæjarstjórnarfundum.

Þorvaldur Jónsson hjá N4 staðfestir einnig að Tryggvi Þór Gunnarsson, sem er bæjarfulltrúi L-listans og formaður í nefndastarfi fyrir bæinn sé að hefja störf hjá N4. Samkvæmt upplýsingum blaðsins verða markaðsstörf á könnu Tryggva.
L-listinn situr einn í meirihluta bæjarstjórnar á Akureyri.

N4 mun til að fullnusta samninginn við Eyþing gera fólk út af örkinni og taka „jákvæð“ innslög héðan og þaðan til sýninga. Í sóknaráætluninni er markmiðinu þannig lýst að N4 skuli styrkja ímynd svæðisins, skapa möguleika fyrir vöxt á sviði fjölmiðlunar á svæðinu, auka upplýsingamiðlun, styrkja sjálfsmynd þess og „gefa rétta mynd af þeim tækifærum sem það býður upp á“.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718