Quantcast
Channel: akureyrivikublad.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718

Glerárfoss hinn nýi

$
0
0

Oddur Þór Vilhelmsson, prófessor við auðlindadeild Háskólans á Akureyri, tók í dag myndir af…Glerárfossi hinum nýja. Þegar Glerá var virkjuð árið 1921 hvarf Glerárfoss, en í vorleysingum undanfarinna daga hefur Glerárfoss brotist fram að nýju, enda áin orðin að voldugu fljóti, segir Oddur.

Árið 1919 voru í fyrsta skipti kjörnir 11 menn í bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar og voru margir þeirra í rafveitunefndinni svokölluðu. Hún ákvað stuttu síðar að reisa 300 hestafla virkjun í Glerá við þáverandi Glerárfoss. Það kom því engum á óvart þegar bæjarstjórn samþykkti þessar ákvarðanir og reist var rafstöð. Glerárstífla var byggð árið 1921 en virkjunin sjálf ári síðar. Þetta kemur m.a. fram á vef Norðurorku.

glerá1

Glerárfoss hinn nýi þann 18. júní

glerá2

Glerárfoss hinn nýi þann 18. júní

glerá3

Glerárfoss hinn nýi þann 18. júní

- EMI

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718