Hverfisnefnd Oddeyrar hefur undanfarið verið iðin við að ganga um hverfið, taka myndir og deila þeim með íbúum á síðu nefndarinnar á samfélagsmiðlum. Í kjölfarið hefur á síðunni skapast vettvangur fyrir málefnalega umræðu íbúa um ástand ýmissa lóða og mannvirkja á svæðinu. Menn og konur skiptast á skoðunum og leggja fram tillögur um úrbætur.
Nú síðast ræddu íbúar ástand Eiðsvallar, en þeim þykir hirða þessa svæðis vera nokkuð aftarlega í forgangsröð bæjarins.
Eftirfarandi myndir voru birtar máli nefndarinnar til stuðnings á þjóðhátíðardag:
Nefndin segir Eiðsvöllinn nú vera á forgangslista hennar í umhverfismálum hverfisins. Hún hefur nú auk þess sent Akureyrarbæ skilaboð þar sem bent er á að fáir ráðamenn bæjarins og bæjarfulltrúar séu félagar á hverfissíðu nefndarinnar. Markmið hennar er að gera starfið sýnilegra og markvissara.
- EMI