Quantcast
Channel: akureyrivikublad.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718

Töfrar efnafræðinnar

$
0
0

Töfrar EfnafræðinnarVið útskrift Menntaskólans á Akureyri í dag varð formleg útgáfa á fyrstu íslensku gagnvirku kennslubókinni í efnafræði. Höfundur er Andri Gylfason, efnafræðikennari við skólann. Rafbókin, sem einungis verður gefin út á rafrænu formi, verður kynnt í stofu H8 í MA að útskrift lokinni kl. 13. Þar gefst gestum og gangandi kostur á að prófa námsgagnið og skoða töfra efnafræðinnar, en það er einmitt titill rafbókarinnar.

Höfundur segir námsgangið hafa margt annað að bjóða fram yfir hina almennu kennslubók þar sem margmiðlunartæknin er notuð til að gera efnið lifandi og skemmtilegt. Gerð rafbókarinnar var styrkt af Þróunarsjóði námsgagna á vegum Rannís og Uglunni, Hollvinasjóði Menntaskólans á Akureyri.

Öllum er velkomið að kíkja við og vera viðstaddir þegar bókasafni Menntaskólans á Akureyri verður færð iPAD spjaldtalva sem inniheldur bókina, en með því vill Andri leggja grunn að rafbókarvæðingu safnsins.

- EMI


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718