Gullna hliðið hlaut þrenn Grímuverðlaun í kvöld. Egill Heiðar Anton Pálsson var valinn leikstjóri ársins og auk þess tóku Helga Mjöll Oddsdóttir og Egill Ingibergsson við verðlaunum fyrir bestu búningana og sviðsmynd.
„Takk fyrir LA – hvað sem þú ert. Ræðan var lengri en þetta var innihaldið. Jú, lokin eru því: LA er svo sannarlega hér í kvöld!,“ las Ragnheiður Skúladóttir, leikhússtjóri Leikfélagsins á Akureyri, upp úr ræðu Egils sem ekki gat tekið við verðlaununum sjálfur.
- EMI