Quantcast
Channel: akureyrivikublad.is
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718

Safnabókin 2014 komin út

$
0
0

Í Safnabókinni má finna upplýsingar um meira en 160 söfn, setur, sýningar, þjóðgarða og kirkjur um allt land. Á undanförnum árum hefur verið mikil gróska í safnamenningu og fjölmörgum verkefnum hefur verið hrundið af stað í öllum landsfjórðungum, sem tengjast menningu og sögu landsins. Safnabókin kortleggur þetta menningarlandslag og er óhætt að segja að það komi á óvart hversu ríkt og frjósamt menningarlífið er um allt land. Þetta segir í tilkynningu frá Safnabókinni.

safnabókin2Okkur hjá Safnabókinni er mjög umhugað um að kynna söfnin í landinu, sérstaklega fyrir Íslendingum. Oft leitar fólk langt yfir skammt og alls ekki allt heimafólk hefur heimsótt söfnin í sínu byggðarlagi, segir Iðunn Vignisdóttir, framkvæmdastjóri Safnabókarinnar. Við hvetjum fólk eindregið til þess að grípa með sér Safnabókina í ferðalagið um Ísland í sumar, bætir hún við.

Bókinni er skipt eftir landshlutum og geymir upplýsingar um opnunartíma og verðskrá safnanna, stutta kynningu á hverju safni og ótal myndir. Safnabókin er ókeypis, hana má nálgast í verslunum Samkaupa -Strax, Úrval og Nettóverslunum um land allt. Einnig má finna hana á upplýsingamiðstöðvum ferðamanna og á söfnunum sjálfum.

- EMI

 


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1718